Farangur sem farþegi flytur með sér má aðeins innihalda hluti sem nauðsynlegir eru til notkunar eða þæginda á ferðalaginu. Af öryggisástæðum má ekki hafa hluti eins og þá sem taldir eru upp hér að neðan í handfarangri farþega. 

Skotvopn og önnur vopn má einungis flytja ef þau eru:

 • Ætluð til veiða
 • Notuð við skotfimi og skotfimiæfingar, svo sem leirdúfuskotæfingar, svo framarlega sem vopnin eru ekki sömu gerðar og vopn notuð til stríðsreksturs
 • Loftbyssur, örvabyssur eða byssur notaðar við rásmark í íþróttum

Skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum má einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Hámarksþyngd hvers hluta (vopn og skotfæri) má ekki fara yfir 5 kíló.

Takmarkanir:

Ekki má flytja skotvopn og önnur vopn ef þau eru notuð í stríðsrekstri. Vopn sem teljast til forngripa geta þó verið flutningshæf.

 • Tæki sem er hannað sérstaklega til að dasa fólk eða valda því að það geti ekki hreyft sig.
 • Almennt eru oddhvassir hlutir og eggvopn sem unnt er að nota til að valda alvarlegum áverka óheimil í handfarangri og í einhverjum tilfellum geta hlutir sem notaðir eru við útsaum, prjón eða aðra handavinnu fallið undir þessa takmörkun. Þó er það ekki algilt, enda sumir prjónar og heklunálar með nægilega rúnaða odda til þess að standast þær kröfur sem gerðar eru. Hafið þó ávallt í huga að öryggisstarfsmenn hvers flugvallar fyrir sig hafa fulla heimild til þess að leggja mat á hvenær hlutir í handfarangri teljast falla undir það sem bannað er að ferðast með samkvæmt reglugerð um flugöryggi.
 • Verkfæri sem unnt er að nota annað hvort til að valda alvarlegum áverka eða til að ógna öryggi loftfars.
 • Bitlaus áhöld og tól sem unnt er að nota til að valda alvarlegum áverkum þegar þeir eru notaðir til að berja með.
 • Sprengiefni og íkveikjuefni og –tæki sem unnt er að nota eða virðist vera unnt að nota til að valda alvarlegum áverkum eða til að ógna öryggi loftfars.

Eftirfarandi hluti má ekki hafa með sér í lestarfarangri:

 • Sprengiefni og íkveikjuefni og –tæki sem unnt er að nota til að valda alvarlegum áverkum eða til að ógna öryggi loftfars.

Af öryggisástæðum þá má ekki flytja eftirfarandi hluti í lestar- og handfarangri án fyrirfram gefins samþykkis Icelandair. Til upplýsinga þá verður að alla jafna flytja þessa hluti sem frakt.

 • Ætandi efni, eins og sýrur, basa, vökvarafhlöður og kvikasilfur.
 • Þjappaðar lofttegundir (djúpfrystar, eldfimar, ekki eldfimar eða eitraðar), eins og bútan, súrefni, própan, fljótandi köfnunarefni á kútum.
 • Eitruð og smitandi efni, eins og arsen, blásýrusölt, sumt skordýraeitur, illgresisefni og lifandi veiruefni.
 • Geislavirk efni.
 • Sprengiefni, eins og skotfæri, flugelda og blys.
 • Oxandi efni (íðefni), eins og bleikiduft, nítröt og peroxíð.
 • Eldfima vökva og föst efni, eins og ELDSPÝTUR, aseton (naglalakkseyði), málningu, þynni, kveikjara, kveikjarabensín, spíra til hreinsunar, vaxeldspýtur og eldspýtnabréf (hver farþegi má hafa á sér eldspýtur).
 • Úðaefni sem innihalda lakk, leysiefni og hreinsiefni.
 • Ertandi efni.
 • Segulmögnuð efni.
 • Skjalatöskur með innbyggðum þjófavarnarbúnaði sem innihalda litíum-rafhlöður og/eða sprengibúnað.
 • Bannað er að hafa árásarvopn í farþegarýminu, eins og skotvopn eða önnur vopn.
 • Svifbretti (hoverboards, balance wheels,scooters) sem ganga fyrir litíum rafhlöðum.

Sjá nánar hér hvort samþykki þarf frá Icelandair til flutnings á hættulegum varningi.

Notkun rafsígaretta er óheimil um borð

Í samræmi við íslensk lög, þá er óheimilt að reykja um borð í flugvélum á leið frá Íslandi eða á leið til Íslands. Notkun rafsígaretta er óheimil um borð í flugvélum Icelandair þar sem nikótín er mjög ávanabindandi og eitrað efni, og innöndun própýlenglýkóli getur verið ertandi.

Takmarkanir á vökvum, úðaefnum eða gelum (LAGs)

LAGs eru hvers konar vökvar, gel, krem, vökva/krem blöndur eða innihald þrýstikúta. Dæmi um LAGs eru meðal annars, en einskorðast ekki við; áfengir drykkir, tannkrem, hárgel, drykkir, súpur, síróp, rakspírar, ilmvötn, rakakrem, úðaefni og önnur efni af svipuðum toga.

LAGs, hvert fyrir sig, má ekki innihalda meira en 100ml. Samanlagt magn LAGs í handfarangri má ekki vera meira en 1lítri. Framvísa verður LAGs í einum gagnsæjum, margnota plastpoka sem má ekki innihalda meira en 1 lítra af vökva við skimun.    

Eftirtaldar undantekningar eru á 100ml/1L reglunni:

 • Foreldrum með ungabörn er heimilt að taka með eins mikið af vökva og þarf fyrir ungbörn á meðan á ferðalagi stendur. Þessi undantekning gildir einvörðungu ef ferðast er með ungbarn. Vinsamlegast hafið meðferðis einvörðungu það magn sem nauðsynlegt er á meðan ferðinni stendur.
  Ef ekki er ferðast með ungbarni skal setja allan vökva umfram 100ml regluna í innritaðan farangur.
 • Sjúklingar mega hafa eins mikið af lyfjum í vökvaformi, sem og stungulyf, og nauðsynlegt er að nota á meðan á ferðalagi stendur.

Við mælum með því að hafa læknisvottorð á ensku með ef starfsmenn flugvalla skyldu óska eftir skilgreiningu á lyfjum sem ferðast á með.

Setja skal allan slíkan LAGs, sem ekki er nauðsynlegur á meðan flugi stendur, í innritaðan farangur   

Takmarkanir sem varða flutning á Lítíum rafhlöðum

Þegar flytja þarf auka lítíum rafhlöður sem knýja þarf ýmis konar raftæki eins og t.d. myndavélar, farsíma, fartölvur eða upptökuvélar skal eingöngu flytja rafhlöðurnar í handfarangri. Sé handfarangurstaskan fjarlægð úr farþegarýminu og geymd í lest flugvélarinnar, vegna takmörkunar á plássi, skal gera grein fyrir lítíum rafhlöðunum áður en taskan er fjarlægð.