Innritaður farangur

Innritaður farangur er sá farangur sem afhentur er við innritun og færður í farangursrými flugvélarinnar. Fjöldi og þyngd taska miðast við það farrými sem ferðast er á. Lesið vinsamlega vel yfir reglugerðir um að ferðast með vopn, hættulegan varning og lyfseðilskyld efni.

Yfirvigt

Ef heildarþyngd farangurs er umfram farangursheimild, munu gjöld vegna yfirvigtar vera lögð á. Mikilvægt er að flugfélaginu sé tilkynnt um allan farangur sem er umfram farangursheimild farþega með fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt til að neita að ferja farangur farþega sem fer umfram farangursheimild með sömu vél og farþeginn ferðast með, ef þannig ber við. Yfirvigt er eingöngu hægt að greiða við innritunarborð á flugvelli.

Aukataska

Aukataska er innritaður farangur sem hægt er að kaupa aukalega. Farþegar sem óska þess að ferðast með meiri farangur en farangursheimild þeirra leyfir, geta keypt auka tösku sem bætist við farangursheimild þeirra. Hægt er að kaupa aukatösku á netinu (20% afsláttur), hjá þjónustuveri Icelandair (20% afsláttur) eða við innritunarborð á flugvelli.

Handfarangur

Handfarangur er sá farangur sem farþegi tekur með um borð í vélina. Ein taska, 10 kg að þyngd, auk smáræðis á borð við litla handtösku eða fartölvu, er alltaf innifalin í verði. Stærð handfarangurs má ekki vera meira en 55x40x20 cm, og má taskan ekki innihalda vökva (í umbúðum sem rúma meira en 100 ml), þrýstiloftsbrúsa eða aðra hluti sem ekki er heimilt að fljúga með.

Farangursheimild barna

Við hjá Icelandair bjóðum fjölskyldu- og barnafólk ætíð velkomið um borð hjá okkur og höfum það að markmiði að gera ferð yngstu farþeganna sem ánægjulegasta. Börn á aldrinum 2-11 ára njóta sömu farangursheimildar og fullorðnir ásamt því að mega taka með samfellanlega smákerru. Fyrir börn upp að 2 ára aldri gilda aðrar reglur, eins og sjá má í reiknivélinni.

Íþróttabúnaður og annar sérfarangur

Íþróttabúnaður er búnaður og tæki sem notuð eru við íþróttaiðkun og æfingar, s.s. seglbretti, stangveiðibúnaður og reiðhjól. Heildaryfirlit yfir slíkan búnað er að finna í reiknivélinni. Hlutir sem ekki er að finna í því yfirliti eru álitnir „sérfarangur“ og eiga þá við sömu gjöld og fyrir farangur í yfirvigt. Vopn sem notuð eru til íþróttaiðkunar kunna að vera háð takmörkunum.

Bóka verður íþróttabúnað og sérfarangur með fyrirvara. Við mælum eindregið með því að farþegar sem ætli sér að ferðast með slíkan farangur gangi vandlega úr skugga um að hann sé að fullu innifalinn í  heimilis- eða ferðatryggingu þeirra.

Pökkun og frágangur

Ganga skal frá farangri á þann hátt að hann þoli þá meðhöndlun sem hlýst af hleðslu í og úr flugvélum. Farangur sem er innritaður án viðeigandi pökkunar og frágangs er alltaf á ábyrgð farþeganna sjálfra. Ekki er mælst til þess að viðkvæmum hlutum sé pakkað í venjulegan innritaðan farangur og fellur slíkur frágangur undir takmörkun á ábyrgð.

Allur farangur þarf að vera vel merktur að innan sem utan með nafni þess farþega sem er að ferðast ásamt netfangi, símanúmeri og heimilisfangi. Farþegar skulu alltaf sjá um að pakka sínum farangri sjálfir og aldrei ferðast með töskur sem þeir hafa ekki sjálfir séð um að pakka í ganga frá.

Ef þú hefur frekari spurningar um farangursheimild skaltu hafa samband við okkur.

Til að sjá farangursheimild fyrir tiltekna ferð, skaltu velja þær upplýsingar sem eiga við í valmyndinni hér að neðan. Reiknivélin mun þá birta farangursheimild miðað við hvern farþega. Hafðu í huga að þessar upplýsingar er einnig að finna á farmiðanum þínum og öðrum staðfestingarpappírum sem þú prentar út.

Eftirfarandi farangursreglur gilda eingöngu í flug með Icelandair. Aðrar farangursreglur geta átt við ef einnig er ferðast með öðru flugfélagi í ferðinni. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur umfarangursheimildir flugfélaga, sem deila með okkur sameiginlegu bókunarnúmeri eða eru í samstarfi við okkur á flugleið. Slíkar reglur gætu að sama skapi náð yfir önnur gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni.

Reikna út farangursheimild og gjöld

Ein taska er alltaf innifalin

  • Innrituð taska: 1 x 23 kg.
  • Handfarangur: 1 x 10 kg
checked and hand baggage allowance dimensions
Kaupa aukafarangur

Viltu hafa meira meðferðis?

Yfirþyngd og sérfarangur

  • Hámarksþyngd hverrar tösku er 32 kg . Ef farangur er þyngri og stærri en reglur heimila, bendum við þér á Icelandair Cargo systurfélag Icelandair.
  • Gjald er reiknað út skv. gjaldflokkum sem við eiga hverju sinni. Ef aukataska vegur meira en 23 kg er innheimt gjald fyrir aukatösku og gjald fyrir yfirvigt.
  • Verðið í EUR á við um flug frá áfangastöðum í Evrópu til Íslands og er umreiknað í gjaldmiðil brottfararstaðar hverju sinni.
  • Ef stoppað er á Íslandi á leið yfir hafið er aukataska keypt fyrir hvern fluglegg.
  • Kaupir þú aukatösku fyrirfram samþykkir þú á sama tíma eftirfarandi skilmála.