Farangursreglurnar á þessari vefsíðu gilda í flug með Icelandair. Aðrar farangursreglur geta átt við ef einnig er ferðast með öðru flugfélagi í ferðinni. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur um farangursheimildir flugfélaga, sem deila með okkur sameiginlegu bókunarnúmeri eða eru í samstarfi við okkur á flugleið og einnig farangursheimild á farseðlinum. Smellið hér fyrir ítarlegri upplýsingar.

Reglur um töskufjölda og þyngd eru mismunandi eftir farrýmum. Farþegum Icelandair er heimilt að hafa með sér a.m.k. eina ferðatösku án endurgjalds.

Hér má sjá upplýsingar um hversu margar ferðatöskur má innrita án sérstaks aukagjalds í flug með Icelandair. Upplýsingar um farangursheimild er einnig að finna á farmiðanum eða staðfestingarskjali sem prentað er út við netbókun.

Hverjar eru farangursheimildir í flugi innan EVRÓPU?

  FarangurheimildHámarksstærð
Saga Class 2 töskur sem vega hvor um sig að hámarki 32 kg (70 lbs) 158cm (62 tommur)*
Economy Comfort 2 töskur sem vega hvor um sig að hámarki 23 kg (50 lbs) 158cm (62 tommur)*
Economy Class 1 taska sem vegur að hámarki 23 kg (50 lbs)** 158cm (62 tommur)*
Saga Gold og Saga Silver korthafar 1 aukataska, til viðbótar við almenna farangursheimild. Heimiluð þyngd fer eftir farrými*** 158cm (62 tommur)
Premium og Business Icelandair American Express korthafar 10 kg (22 lbs) aukalega. Aukataska sem vegur mest 10kg. Eða 10 aukakíló á eina tösku (taska má að hámarki vega 32 kg). Aðeins fyrir greiðslukort útgefin á Íslandi.****  
Félagar í Icelandair Golfers 1 golfsett sem vegur að hámarki 23 kg (50 lbs)  
Ungbörn 1 taska sem vegur að hámarki 23 kg (50 lbs), samfellanleg smákerra og bílstóll eða burðarúm 158cm (62 tommur)*
Börn 2-11 ára   Börn á aldrinum 2-11 ára eru með sömu farangursheimild og fullorðnir sem ferðast á sama farrými. kerra/vagn flokkast sem hluti af farangursheimild  

* Samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meiri en 158 cm (62 tommur).
** Þegar ferðast er yfir hafið á einum miða, þ.e. frá Bandaríkjunum eða Kanada til Evrópu (eða öfugt), er farangurheimildin 2 töskur alla leið (þ.m.t. Evrópuleiðin).  Hvor taska getur vegið allt að 23 kg. (50 lbs).  Sama regla gildir þegar stoppað er á Íslandi í allt að 7 nætur og flogið er á einum Icelandair miða.
*** Ef ferðast er á Economy Class eða á Economy Comfort er hámarksþyngd aukatöskunnar 23 kg (50 lbs) en þegar ferðast er á Saga Class er hámarksþyngd aukatöskunnar 32 kg (70 lbs).
**** Ekki er hægt að sameina farangursheimildir sem fylgja Saga Gold og Saga Silver og Icelandair American Express Business og Premium kortum. Ef farþegi er t.d. bæði félagi í Icelandair Saga Silver og korthafi Icelandair American Express Business korts, gildir einungis ein viðbótarheimild fyrir farangur.

Hverjar eru farangursheimildir í flugi til og frá BANDARÍKJUNUM OG KANADA?

  FarangursheimildMaximum size
Saga Class 2 töskur sem vega hvor um sig að hámarki 32 kg (70 lbs) 158cm (62 tommur)*
Economy Comfort 2 töskur sem vega hvor um sig að hámarki 23 kg (50 lbs) 158cm (62 tommur)*
Economy Class 2 töskur sem vega hvor um sig að hámarki 23 kg (50 lbs)** 158cm (62 tommur)*
Saga Gold og Saga Silver korthafar 1 aukataska til viðbótar við almenna farangursheimild. Heimiluð þyngd fer eftir farrými*** 158cm (62 tommur)
Premium & Business Icelandair American Express korthafar 1 aukataska, til viðbótar við almenna farangursheimild. Taskan má að hámarki vega 23 kg (50 lbs). Aðeins fyrir kort útgefin á Íslandi****  
Félagar í Icelandair Golfers 1 golfsett sem vegur að hámarki 23 kg (50 lbs)  
Ungbörn 1 taska sem vegur að hámarki 23 kg (50 lbs), samfellanleg smákerra og bílstóll eða burðarúm 158cm (62 tommur)*
Börn 2-11 ára   Börn á aldrinum 2-11 ára eru með sömu farangursheimild og fullorðnir sem ferðast á sama farrými. kerra/vagn flokkast sem hluti af farangursheimild  

* Samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meiri en 158 cm (62 tommur)
** Þegar ferðast er yfir hafið á einum miða, þ.e. frá Bandaríkjunum eða Kanada til Evrópu (eða öfugt), er farangurheimildin 2 töskur alla leið (þ.m.t. Evrópuleiðin).  Hvor taska getur vegið allt að 23 kg. (50 lbs).  Sama regla gildir þegar stoppað er á Íslandi í allt að 7 nætur og flogið er á einum Icelandair miða.
*** Ef ferðast er á Economy Class eða á Economy Comfort er hámarksþyngd aukatöskunnar 23 kg (50 lbs) en þegar ferðast er á Saga Class er hámarksþyngd aukatöskunnar 32 kg (70 lbs).
**** Ekki er hægt að sameina farangursheimildir sem fylgja Saga Gold og Saga Silver og Icelandair American Express Business og Premium kortum. Ef farþegi er t.d. bæði félagi í Icelandair Saga Silver og korthafi Icelandair American Express Business korts, gildir einungis ein viðbótarheimild fyrir farangur.

Hámarksþyngd tösku er 32 kg (70 lbs). Ef farangurinn þinn er umfram farangursheimild mun Icelandair Cargo e.t.v. henta þér betur.
Hafðu samband við Icelandair Cargo til að fá nánari upplýsingar.

Hver er skaðabótaskylda Icelandair og hvernig geri ég kröfu?

Hafi eitthvað af innrituðum farangri týnst eða skemmst á leiðinni skal tilkynna það tafarlaust til starfsmanns eða fulltrúa Icelandair. Hvers kyns kröfum verður að skila inn skriflega innan sjö daga. Þar sem skaðabótaskylda flutningsaðila vegna taps, tafa eða tjóns á farangri er takmörkuð er farþegum ráðlagt að kaupa sínar eigin ferðatryggingar. Allar kröfur velta á því að sannað sé að tjón hafi orðið.
 

Hvað ætti ég ekki að setja í innritaðan farangur?

Farþegar ættu ekki að setja brothætta eða viðkvæma hluti í innritaðan farangur, t.d. peninga, lykla, skartgripi, raftæki, málma, silfurbúnað, viðskiptabréf, viðskiptaskjöl, verðbréf, verðmæta hluti, lyf, sjúkragögn, vegabréf eða önnur auðkennisskjöl eða -sýni.

Ferðamenn sem ferðast til/frá Bandaríkjunum eru beðnir um að taka tillit til kvaða TSA (Transportation Security Administration í Bandaríkjunum) varðandi læsingar á innrituðum farangri. Frá 14. apríl 2005 er óheimilt að hafa kveikjara og eldspýtur í handfarangri í farþegarými og í innrituðum farangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Tæmandi upplýsingar má finna á vefsíðu TSA.

Almenn regla er að flugfélög áskilja sér rétt til að neita flutningi á meira en því sem nemur farangursheimild í sama flugi og farþeginn flýgur með. Því er mikilvægt að Icelandair sé látið vita fyrirfram af öllum farangri sem fer yfir takmarkanir farangursheimildar svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir, eins og að bóka aukarými á öðrum flugvélum undir fragt.