Smelltu hér til að rekja upplýsingar um týndan farangur (til að hægt sé að rekja farangurinn þarftu að hafa skýrslunúmer tiltækt).

Smelltu hér til að fylla út eyðublað fyrir farangursleit.

Ef hafa þarf samband við Tapað Fundið í Keflavík þá vinsamlega senda tölvupóst á baggage@icelandair.is eða hringið í síma 4250226

Týndur farangur

Okkur þykir leitt ef farangurinn þinn skilaði sér ekki á áfangastað. Við biðjumst innilegrar afsökunar á hvers kyns óþægindum sem af því gætu hlotist. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma farangrinum til þín eins fljótt og hægt er.

Hafi farangurinn þinn ekki fundist að fimm dögum liðnum skaltu fylla út eyðublað fyrir farangursleit og senda til okkar. Það gerir okkur kleift að spyrjast fyrir og leita af meiri nákvæmni. Við biðjum þig vinsamlegast að gefa upp stærðir á fatnaði, lit og vörumerki innihalds ef mögulegt er.

Ganga verður frá ítarlegri kröfugerð innan 21 dags frá skýrslugerð til þess að krafan verði tekin gild.

Skemmdur farangur

Icelandair treystir því að farþegar skilji að ferðatöskur eru hannaðar til þess að vernda innihald þeirra. Við eðlilega meðhöndlun á farangrinum þá getur komið fram slit eða rifa á farangurinn.

Flugfélagið axlar ekki ábyrgð á minniháttar skurðum, rispum eða dældum. Né á hlutum sem standa út úr ferðatöskum, eins og t.d. útraganlegum handföngum, hjólum, ólum og töskukerrum.

Okkur langar einnig að minna farþega okkar á að flugfélagið tekur ekki ábyrgð á verðmætum hlutum í innrituðum farangri.
Sjá nánar hér

Ef farþegi tekur eftir skemmdum á ferðatösku sinni þá biðjum við hann vinsamlegast að fara á þjónustuborð viðkomandi flugvallar og gera þar tjónaskýrslu.

Verði tjón á farangri, ber að tilkynna flugfélaginu það skriflega jafnskjótt og það kemur í ljós eða í síðastalagi 7 dögum eftir móttöku.

Icelandair – Þjónustueftirlit
athugasemdir@icelandair.is

Þegar persónulegar eigur tapast í flugi

Þegar persónulegar eigur tapast um borð í flugvélum á leið til landsins og eða í komu-, brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, vinsamlegast hafið samband við:

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
Sími: 444 2290  (opið virka daga frá kl 08:30 til 12:30)
Tölvupóstfang: sli@logreglan.is og sli@police.is