APIS Ferðin mín

ESTA-heimild fyrir farþega frá VWP löndum

ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (VWP) ferða að hafa svokallað ESTA ferðaheimild. ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. Sjá nánar um ESTA.

 

API og APIS. Kröfur fyrir flug til og frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.  

Þrjú lönd innan áætlanakerfis Icelandair krefjast ákveðinna farþegaupplýsinga fyrir allar brottfarir til og frá landinu. Þau eru Bandaríkin, Kanada og Bretland. Þessar upplýsingar eru kallaðar á ensku ýmist Advance Passenger Information (API) eða Travel Document Information (TDI).

Þetta eru þær upplýsingar um farþega sem koma fram á upplýsingasíðu vegabréfsins. API upplýsingum er safnað saman aldrei seinna en við innritun fyrir flug til Kanada og Bretlands en meiri fyrirvara þarf á sumar API upplýsingar þegar ferðast er til Bandaríkjanna.

APIS (Advance Passenger Information System) eru API upplýsingar sem bandarísk stjórnvöld krefjast af öllum sem heimsækja Bandaríkin. Öllum flugfélögum, þar á meðal Icelandair, er skylt að senda API/APIS upplýsingar til viðkomandi stjórnvalda fyrir brottför.

ATHUGIÐ: Icelandair biður farþega á leið til Bandaríkjanna um að fylla API/APIS upplýsingar með því að nota rafræna formið hér efst á síðunni, hafi það ekki verið gert við bókun (sjá leiðbeiningar hér að neðan).


Þær API/APIS upplýsingar sem gefa þarf upp eru:

Vegabréfsupplýsingar (fyrir Bandaríkin, Bretland og Kanada)

Nafn Eins og það birtist á vegabréfi/ferðaskilríki (þarf að koma fram við bókun)
Fæðingardagur og ár (þarf að koma fram við bókun)
Kyn (þarf að koma fram við bókun, Bretland og Kanada)
Þjóðerni  
Land (búseta)
Skilríki (yfirleitt vegabréf)
Númer skilríkis (vegabréfsnúmer)
Gildistími skilríkis  
Útgáfuland skilríkis  

 

Aðrar nauðsynlegar upplýsingar

Dvalarstaður í Bandaríkjunum
'Redress'-númer, ef það er til staðar. Einstaklingur sem hefur lent í erfiðleikum við innritun til Bandaríkjanna vegna þess að upplýsingar hans kunna að vera rangt tengdar við eftirlitslista Bandaríkjanna (´watchlists') geta sótt um og fengið svokallað 'Redress'-númer sem greiðir fyrir innritunarferli. Sjá: www.tsa.gov

Secure Flight

Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna (Transportation Security Administration - TSA) rekur kerfi sem kallast á ensku "Secure Flight program" og miðar að bættu skimunarferli á farþegaupplýsingum gagnvart eftirlits-listum bandarískra löggæslustofnana. Nánari upplýsingar má finna á slóð: www.tsa.gov


Hvernig er hægt að gefa upp þessar upplýsingar:

Með því að slá inn eftirnafn og bókunarnúmerið í formið efst á síðunni er hægt að fara inn í bókunina og bæta þessum upplýsingum beint þar inn.
Athugið að bókunarnúmerið er sex stafa númer (tölu - og bókstafir). Það gæti til dæmis litið út svona 3TDEYW. Bókunarnúmerið stendur efst á Emiðanum sem sendur er í tölvupósti til farþega. Þeir farþegar sem bóka pakkaferð á vef Icelandair fá sent í tölvupósti staðfestingu á bókun og Emiða, nota á bókunarnúmer úr Emiða en ekki úr staðfestingu.

Athugið

Ekki er hægt að setja inn APIS upplýsingar á vefnum þegar sérferðir eru bókaðar aðeins í einstaklingsferðum. Vinsamlegast hafið samband við Fjarsölu Icelandair í síma 5050 100 og sölumenn aðstoða ykkur við að slá inn upplýsingar. Athugið að hafa vegabréf við höndina þegar þið hringið inn.