Vegabréf

Það er á ábyrgð farþega að afla sér upplýsinga um og tryggja sér viðeigandi ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa tiltæk fyrir það land sem ferðast er til hverju sinni. Það er almenn krafa fyrir landamæraeftirlit í Kanada að hafa gilt vegabréf meðferðis. Mismunandi reglur gilda fyrir kanadíska ríkisborgara og þá sem hafa búseturétt í Kanada, bandaríska ríkisborgara og þá sem hafa búseturétt í Bandaríkjunum, og aðra erlenda ferðamenn.

Sjá hér frekari upplýsingar um ferðaskilríki: http://www.cbsa-asfc.gc.ca/travel-voyage/td-dv-eng.html

Á meðan á flugferð stendur til Kanada, verða allir farþegar að skrá nöfn sín á sérstakt eyðublað kanadíska landamæraeftirlitsins (CBSA).

Vegabréfsáritanir og undanþágur frá vegabréfsáritunum

Krafist er vegabréfsáritunar fyrir ríkisborgara ákveðinna landa til að heimsækja eða ferðast í gegnum Kanada. Aðrir munu þurfa rafræna ferðaheimild sem kallast Electronic Travel Authorization (eTA).

Sjá nánari upplýsingar um kröfur fyrir vegabréfsáritanir og undanþágur: http://www.cic.gc.ca/english/visit/visas-all.asp

eTA-heimild fyrir farþega frá löndum undanþegnum vegabréfsáritunum

Kanada er að innleiða rafræna ferðaheimild, svokallaða Electronic Travel Authorization (eTA), fyrir farþega sem eru undanþegnir kröfum um vegabréfsáritanir (sjá að ofan) og eru að ferðast til eða í gegnum Kanada flugleiðis. Bandarískir ríkisborgarar og farþegar með vegabréfsáritanir eru undanskildir kröfu um rafræna ferðaheimild eTA.

Frá og með 1. ágúst 2015 geta viðkomandi farþegar aflað sér eTA-heimildar. Frá og með 29. september 2016 mun þessi krafa verða að fullu innleidd og farþegar munu þurfa eTA-heimild áður en þeir ferðast frá brottfararstað á leið sinni til Kanada. Sjá nánar hér:  Canada.ca/eTA

Icelandair hvetur alla viðkomandi að afla sér eTA-heimildar með nægum fyrirvara í gegnum þar til gerða vefsíðu kanadískra yfirvalda,

Sækja um eTA