Ferðin mín er svæði þar sem hægt er að skoða bókun, breyta og sinna ýmsum aukaþjónustum.

Fyrir Icelandair flug sem bókuð eru á vefsíðu Icelandair eða söluskrifstofu er hægt að óska eftir sæti, panta mat fyrirfram og kaupa aukatösku með innskráningu á Ferðin Mín. Einnig er hægt að skoða bókunarupplýsingar, setja inn Saga Club númer og breyta dagsetningu á flugi.

Sé það nauðsynlegt að slá inn APIS upplýsingar fyrir flug er hægt að gera það með innskráningu á Ferðin mín.

Ef ferðast á til Bandaríkjanna eða Kanada er hægt að sækja um rafræna ferðaheimild á eftirfarandi síðum með því að smella á hlekki hér fyrir neðan

Nánari upplýsingar um ferðir til Bandaríkjanna

Nánari upplýsingar um ferðir til Kanada

 

Listi yfir það sem er mögulegt að framkvæma við innskráningu inn á Ferðin mín

  • Skoða bókun
  • Óska eftir sæti*
  • Panta mat fyrirfram*
  • Kaupa aukatösku*
  • Breyta dagsetningu á flugi
  • Sett inn APIS upplýsingar
  • Óska eftir hjólastól að brottfararhliði*

*Eingöngu Icelandair flug bókuð hjá Icelandair