Mobile check in scan

Farsímainnritun:

Farsímainnritun hefst 36 tímum fyrir brottför til Evrópu og Kanada og 24 tímum fyrir brottför til og frá Norður Ameríku og lokar 1,5 klst (90 mín) fyrir brottför.

Með því að nýta sér farsímainnritun þá færðu e-brottfararspjaldið beint í farsímann. Þegar komið er á flugvöllinn er hægt að sýna e-brottfararspjaldið í farsímanum við innritun;
 • á flugvelli
 • við töskuafhendingu ef ferðast er með farangur
 • við öryggishlið
 • við byrðingu (brottfararhlið)

Skref 1. Heimsækið slóðina m.icelandair.is í farsímanum til að hefja farsímainnritun.

Skref 2. Veljið Innritun og setjið þar inn eftirnafn og flugbókunarnúmer. Að því loknu er ýtt á Áfram hnappinn.

Skref 3. Þegar innritun er lokið er hægt að velja á milli þess að fá e-brottfararspjaldið;

 • sent sem SMS í farsímann
 • eða á netfang og er þá e-brottfararspjaldið aðgengilegt sem PDF í farsímanum.

Ef um fleiri en eitt flug er að ræða þá er sent e-brottfararspjald fyrir hvert flug í farsíman.

Skref 4. Þegar komið er á flugvöll er mikilvægt að sýna e-brottfararspjaldið við öryggishlið.

Farsímainnritun er í boði fyrir eftirtalda áfangastaði Icelandair.

 • Keflavík
 • Amsterdam
 • Bergen
 • Billund
 • Brussel
 • Denver
 • Kaupmannahöfn
 • Frankfurt
 • Gautaborg
 • Glasgow
 • Helsinki
 • London Heathrow og Gatwick
 • Manchester
 • New York
 • Munchen
 • Osló
 • París
 • Stavanger
 • Stokkhólmur
 • Washington
 • Þrándheimur
 • Zürich

 

 

 

 

 

 

Athugið - vegna sæta við neyðarútgang:  Farþegar sem sitja við neyðarútganga verða að hafa náð 16 ára aldri og vera enskumælandi.  Jafnframt skal tekið fram að farþegar sem þurfa séraðstoð, t.d. þeir sem ferðast með börn eða ungabörn, blindir eða hreyfihamlaðir mega ekki sitja við neyðarútgang. Hafa ber í huga, að orðið verður við óskum um sæti eftir því sem framboð leyfir.

Netinnritun:

Netinnritun opnar 36 tímum fyrir áætlaða brottför fyrir flug til Evrópu og 24 tímum fyrir flug til Norður Ameríku og er opin 1,5 klst (90 mín) fyrir brottför.

Netinnritun er í boði fyrir eftirtalda áfangastaði Icelandair:

 • Keflavík
 • Amsterdam
 • Bergen
 • Brussels
 • Billund
 • Boston
 • Denver
 • Kaupmannahöfn
 • Frankfurt
 • Gautaborg
 • Glasgow
 • Halifax
 • Helsinki
 • London
 • Minneapolis
 • Manchester
 • Munchen
 • New York
 • Orlando
 • Osló
 • París
 • Seattle
 • Stavanger
 • Stokkhólmur
 • Toronto
 • Washington
 • Þrándheimur

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei