Pingdom Check

Innritun

Er farið að styttast í ferðalagið? Þá er um að gera að ljúka við innritun í flugið, áður en farið er að pakka í töskurnar.

Þú getur innritað þig í flugið á netinu 24 tímum fyrir brottför til allra áfangastaða.

Sláðu inn eftirnafn og bókunarnúmer til að hefja innritunina.

Netinnritunin er hönnuð fyrir borðtölvur, snjallsíma og spjaldtölvur af ýmsu tagi. Þú getur líka innritað þig með Icelandair appinu.

Athugaðu að stundum getur reynst nauðsynlegt að loka fyrir netinnritun í innanlandsflug og/eða Grænlandsflug þegar stefnir í röskun á flugi vegna veðurskilyrða.

Vinsamlegast athugið að farþegar þurfa að nálgast brottfararspjald við innritunarborð, þegar flogið er frá Bandaríkjunum

Geymdu brottfararspjaldið í Apple Wallet

Þegar þú innritar þig í flugið á netinu, hefurðu val um í hvaða formi þú færð brottfararspjaldið:

  • Með textaskilaboðum
  • Með tölvupósti
  • Þú getur hlaðið brottfararspjaldinu niður og prentað það út
  • Þú getur geymt brottfararspjaldið í Apple Wallet

Ef þú geymir brottfararspjaldið í Apple Wallet, getur þú skannað það við hliðið þegar þú ferð í flugið - rétt eins og þú myndir gera með flugmiða á pappír.

Það eina sem þú þarft að gera til að vista brottfararspjaldið í Apple Wallet er að opna hlekkinn í staðfestingarpóstinum sem þú færð sendan eftir innritun í tölvu eða síma. 

Innritun á flugvelli

Við innritun borgar sig að hafa öll nauðsynleg gögn tiltæk.

Farþegar ættu að hafa bókunarnúmerið sitt (6 tölur) á hreinu, og hafa meðferðis vegabréf fyrir millilandaflug eða önnur skírteini til auðkenningar fyrir innanlandsflug.

Millilandaflug: Þegar flogið er frá Keflavíkurflugvelli, er æskilegt að innrita sig í flugið a.m.k. 2 klukkustundum fyrir brottför.

Innanlandsflug: Farþegar ættu að mæta a.m.k. 45 mínútum fyrir brottför.

Grænlandsflug: Farþegar ættu að mæta a.m.k. 90 mínútum fyrir brottför.

Innritun farangurs

Þeir sem hafa lokið við netinnritunina og hafa engan farangur sem þarf að innrita (bara handfarangur), geta farið rakleiðis í gegnum öryggisleit og að hliðinu.

Ef þú ert með farangur sem þarf að innrita, skaltu fara að innritunarborði og sýna brottfararspjaldið.

Athugið: Á flugvöllunum í Keflavík, Billund og Kaupmannahöfn eru sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun á farangri. Gætið þess að vera búin að innrita ykkur í flugið í sjálfsafgreiðslu og prenta út farangursmerkingar áður en þið skilið farangrinum.

Sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun á flugvelli

Vinsamlega athugið:

  • Farþegar sem fljúga hluta leiðarinnar með SAS, geta notað sjálfsafgreiðslustöðvarnar til að innrita sig í allt ferðalagið.

Sjálfsafgreiðslustöðvar er að finna á eftirfarandi flugvöllum:

  • Keflavik (KEF)
  • Amsterdam Schiphol (AMS)
  • Billund (BLL)
  • Boston (BOS)
  • Chicago O'Hare (ORD)
  • Copenhagen (CPH)
  • Denver (DEN)
  • Edmonton (YEG)
  • Frankfurt (FRA) væntanleg
  • London Heathrow Airport (LHR), staðsett í Zone C á innritunarsvæðinu
  • Montreal (YUL)
  • Oslo (OSL)
  • Paris (CDG) væntanleg
  • Seattle (SEA)
  • Stockholm Arlanda (ARN)
  • Vancouver (YVR)