Vegabréf og önnur ferðaskilríki

ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að hafa með sér gilt vegabréf, eða annað gilt skírteini sem bandarísk yfirvöld viðurkenna sem ferðaskilríki.

Það er á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem hann/hún þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Þessi tilmæli gilda fyrir alla áfangastaði (ekki bara USA). Upplýsingar um áritanir til Bandaríkjanna fást í sendiráðum þeirra. Það getur tekið nokkurn tíma að fá umsóknir um áritanir afgreiddar (stundum í vikum talið).

Skílríkiskröfur fyrir Bandaríkin eru ólíkar eftir því hvort viðkomandi sé bandarískur ríkisborgari, hafi búsetuleyfi í Bandaríkjunum (lawful permanent resident) eða sé ferðamaður með annað ríkisfang. Einnig kunna að gilda ólíkar kröfur um skírteini og ferðaheimildir á milli tiltekinna svæða og ríkja sem Bandaríkin hafa gert milliríkjasamninga við. Þá gilda einnig mismunandi kröfur um vegabréfsáritanir. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu sendiráðs Bandaríkjanna, bandaríska utanríkisráðuneytinu eða hjá landamæraeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (Customs and Border Protection)

Icelandair mælist til þess að farþegar hafi ávallt með sér vegabréf þegar ferðast er á milli landa.

Vegabréf verða að hafa gildistíma í a.m.k. sex mánuði umfram þá dagsetningu þegar dvöl lýkur í Bandaríkjunum, nema fyrir liggi sérstakir samningar milli Bandaríkjanna og útgáfuríkis vegabréfs um sjálfkrafa sex-mánaða framlengingu umfram gildistíma vegabréfs. Ísland er með slíkan samning og þ.a.l. þurfa íslenskir ríkisborgarar einvörðungu að hafa meðferðis vegabréf með gildistíma til og með brottfarardags frá Bandaríkjunum. Sjá nánar slóð: U.S. Department of State Foreign Affairs Manual Volume 9 - Visas and Travel.State.Gov.

Farþegar verða að fylla út þartilgert eyðublað fyrir tollinn fyrir komu til Bandaríkjanna (eitt eyðublað fyrir einstakling eða fjölskyldu sem ferðast saman). Upplýsingar um eyðublaðið má finna á vef bandaríska landamæraeftirlitsins (CBP).

Eyðublöðum fyrir toll í Bandaríkjunum er dreift fyrir brottför. Nánari upplýsingar um eyðublöðin má einnig finna um borð í tímariti félagsins, Icelandair Info.

Til að tryggja öryggi ferðamanna og bandarískra ríkisborgara, þá safna bandarísk yfirvöld saman ákveðnum upplýsingum af ferðamönnum. Þetta er í samræmi við US-Visit Program sem er hægt að skoða hér; US-Visit program

Bandarísk lög krefjast þess að farþegar fari frá borði á þeirri flughöfn þar sem fyrsta viðkoma er, til þess að gangast undir toll- og landamæraeftirlit. Ef ferðaáætlun farþega gerir ráð fyrir viðkomu á tengivelli staðsettum innan Bandaríkjanna, þá verður viðkomandi að fara frá borði, fara í gegnum vegabréfaeftirlit, sækja lestarfarangur og halda áframleiðis til innritunar á seinna flugið. Farþegar verða að fara í gegnum aðra öryggisleit en ekki þarf að fara í gegnum tolleftirlit aftur ef endastöð er innan Bandaríkjanna.

Undanþágur frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program - VWP)

Undanþágur frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program (VWP)) gera ríkisborgurum tiltekinna landa kleift að ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamenn eða í viðskiptaerindum og dvelja að hámarki í 90 daga án þess að þurfa vegabréfsáritun. Ekki eru öll lönd aðilar að þessu samkomulagi og nokkrar takmarkanir eru á því eins og skýrt er frá hér að neðan. Farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna á forsendum VWP verða að hafa farmiða báðar leiðir, þ.e. einnig fyrir tilgreinda heimkomu eða áframhaldandi flug utan, þ.e. áætlaða brottför frá Bandaríkjunum.  Áframhaldandi flug til Kanada, Mexíkó, Bermúda og/eða karabísku eyjanna dugar ekki til að uppfylla þetta skilyrði, nema farþeginn sé ríkisborgari eða með óbundið dvalarleyfi (permanent resident) í því landi.”

Frá og með 1.apríl 2016 þurfa ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program - VWP), að hafa meðferðis svokölluð e-Passport sem hafa að geyma örflögu sem kann að geyma upplýsingar eins og stafræna mynd, fingraför og rithandarsýnishorn viðkomandi og eru með tölvulesanlegri rönd (machine readable). Börn geta EKKI ferðast á vegabréfi foreldra sinna þegar ferðast er á undanþágu frá vegabréfsáritun. Ástæða þess er sú að tölvuröndin neðst á myndasíðunni geymir einungis upplýsingar um foreldrið, en vegabréfið var gefið út fyrir það. Börn VERÐA þ.a.l. að hafa sín eigin vegabréf þegar ferðast er skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program).

Þeir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna á undanþágu frá vegabréfsáritun án þess að hafa meðferðis tölvulesanlegt vegabréf þurfa að greiða sekt að upphæð $3.300,00, skv. 273. gr., staflið b í INA (bandarísku innflytjendalöggjöfinni (Immigration and Nationality Act)). Neyðarvegabréf verða að verða rafræn (e-Passport) skv. kröfum bandarískra yfirvalda.

Heimavarnarráðuneytið og utanríkisráðuneytið Bandaríkjanna tilkynntu 21. janúar 2016 breytingar á Visa Waiver ferðaheimildum til Bandaríkjanna í samræmi við nýlegar lagabreytingar. Vegna þessara breytinga þá er farþegum ekki lengur heimilt að ferðast á Visa Waiver ferðaheimildinni ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  • Ríkisborgarar VWP ríkja sem hafa ferðast til eða verið í Íran, Írak, Súdan eða Sýrlandi frá og með 1. mars, 2011 (með takmörkuðum undantekningum vegna ferða í díplómatískum eða hernaðarlegum tilgangi í þjónustu ríkis sem eru þáttakendur í VWP).
  • Ríkisborgarar VWP ríkja sem einnig eru ríkisborgarar í Íran, Írak, Súdan eða Sýrlandi. 

ESTA-heimild fyrir farþega frá VWP löndum

ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (VWP) verða að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild. ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. 

Allir ferðamenn á undanþágu frá vegabréfsáritun, frá ÖLLUM 37 löndunum sem aðild eiga að umræddu samkomulagi (Visa Waiver Program), verða einnig að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eða hafa áritað vegabréf.

ATHUGIÐ: Farþegum frá VWP löndum verður hafnað fari, ef þeir hafa hvorki ESTA heimild né vegabréfsáritun, skv. tilskipun bandarískra yfirvalda. 

Icelandair hvetur alla viðkomandi að afla sér ESTA-heimildar með nægum fyrirvara í gegnum þar til gerða vefsíðu bandarískra yfirvalda; sjá slóð: Skrá ESTA upplýsingar hér

Svörun um heimild berst yfirleitt mjög skjótt, innan fárra sekúndna, án þess að hægt sé að tryggja það á síðustu stundu. Icelandair mælir með því að sótt sé um ESTA-heimild með minnst 72 klst. fyrirvara. Greiða þarf fyrir heimildina samkvæmt gjaldskrá bandaríska landamæraeftirlitsins.

Þegar leyfið er veitt gildir það í tvö ár, en þá þarf einvörðungu að uppfæra ferðaupplýsingar fyrir hverja tiltekna ferð, þ.e.:

  • Brottfarastaður
  • Heimilisfang í Bandaríkjunum

Frekari upplýsingar er að finna á vef bandaríska sendiráðsins eða á vef US Department of Homeland Security og hér er hægt að skrá ESTA upplýsingar.

Hvaða lönd eiga aðild að undanþágum frá vegabréfsáritun (VWP)?

Löndin 37 sem talin eru upp hér að neðan taka sem stendur þátt í undanþágum frá vegabréfsáritun:

Visa Waiver Program - Aðildarríki
Andorra Írland Portúgal
Ástralía Ítalía San Marínó
Austurríki Japan Singapúr
Belgía Lettland Slóvenía
Bretland Liechtenstein Slóvakía
Brúnei Litháen Spánn
Danmörk Lúxemborg Svíþjóð
Eistland Malta Sviss
Finnland Mónakó Suður-Kórea
Frakkland Holland Tékkland
Þýskaland Nýja-Sjáland Ungverjaland
Ísland Noregur Grikkland
Taívan    

Hvaða kröfur þarf að uppfylla til þess að geta komið til Bandaríkjanna á undanþágu frá vegabréfsáritun?

Til þess að fá að koma til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun þurfa ferðamenn frá aðildarríkjum að:

  • Vera ríkisborgarar í landi sem á aðild að samkomulaginu;
  • Hafa gilt vegabréf sem er tölvulesanlegt og er gefið er út í aðildarríkinu.
  • Óska eftir inngöngu til tímabundinnar dvalar í 90 daga eða minna í viðskiptalegum tilgangi eða í skemmtiferð.
  • Ekki er hægt að framlengja dvölina eða breyta yfir í aðra dvalarstöðu ef ferðast er skv. undanþágum frá vegabréfsáritun.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu U.S. State Department