Um Saga Club

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum í hvert skipti sem þeir fljúga með áætlunarflugi Icelandair og versla hjá samstarfsaðilum okkar.

Félagar geta svo nýtt þessa Vildarpunkta í flug með Icelandair, til að greiða fyrir vörur í Saga Shop Kitchen og Saga Shop Collection, til að kaupa Saga Club gjafabréf, hótelgistingu eða bílaleigubíl svo dæmi séu nefnd.

Við hvetjum fólk til að skrá sig í klúbbinn og byrja að punkta niður draumaferðalagið sitt. Það er auðveldara en þú heldur að safna Vildarpunktum og það margborgar sig

Hvar og hvernig fer ég að því að safna Vildarpunktum?

Það eru nokkrar leiðir til að safna Vildarpunktum og um að gera að kynna sér málið áður en farið er af stað.

Allir okkar félagar safna Vildarpunktum þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair og þegar verslað er hjá samstarfsaðilum okkar og þá verða félagar okkar að muna eftir því að skrá Sagakortsnúmerið sitt við viðskiptin til að vera vissir um að Vildarpunktar skili sér inn á yfirlitið.

Til að gera félögum okkar kleift að safna ennþá fleiri Vildarpunktum erum við í samstarfi við Icelandair American Express, VALITOR, Vörðu Landsbankans og Heimskort Mastercard en með samstarfinu gerum við félögum okkar kleift að safna Vildarpunktum á hverjum degi.

Hvernig get ég notað Vildarpunktana mína?

Hægt er að nota Vildarpunktana fyrir flug með Icelandair eða í hótelgistingu, bílaleigubíl, uppfærslu á Saga Class o.fl. Börn frá 0-2 ára fá Vildarflug fyrir aðeins 10% af Vildarverði og börn frá 2-15 ára fá 25% afslátt af Vildarverði. Einnig býður Saga Club reglulega upp á frábær ferðatilboð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Hverjir eru kostir þess að vera í Saga Club?

Vildarpunktarnir eru ávísun á það sem flestum þykir skemmtilegast að gera þ.e. að ferðast og njóta lífsins. Það er hægt að nota Vildarpunkta á alla áfangastaði Icelandair og gistingu á fyrsta flokks hótelum út um allan heim. Börn frá 2-15 ára aldri fá 25% afslátt af Vildarferðum og þeir sem fljúga reglulega með Icelandair eiga möguleika að fá aðild að Saga Silver og Saga Gold. Aðild að Saga Silver og Gold veitir félögum aðgang að betri stofum Icelandair, Saga Class Innritun, Akstursþjónustu, uppfærslu á Saga Class, fría hótelgistingu o.fl.