Persónuverndarstefna Icelandair

Icelandair safnar upplýsingum um þig þegar þú skráir þær á þín svæði á vefsíðunni okkar, auk upplýsinga um hvernig þú notar vefsíður Icelandair.

Persónulegar upplýsingar og gögn sem þú veitir, auk gagna um notkun þína á vefsíðu okkar, verða meðhöndluð af virðingu. Persónulegupplýsingar eru notaðar við verslun, pantanir, greiðslu og afhendingu miða. Markmið söfnunarinnar er að greiða fyrir bókhaldi, útsendingu reikninga og endurskoðun, útgáfu miða og sannreynslu greiðslukorta. Gögnin verða einnig notuð til  að auka öryggi, við útlendingaeftirlit, tollgæslu og í lagalegum tilgangi og við umsýslu. Að lokum nýtast þessar upplýsingar vildarklúbbum, við prófanir, viðhald, þjónustu við viðskiptavini og aðrar upplýsingar um flug.

Í einhverjum tilfellum þarf að veita flugfélögum sem við eigum í samstarfi við þessar upplýsingar, fyrirtækjum sem veita þér ferðatengda þjónustu og aðra samstarfsaðila, ferðaskrifstofum, ríkisstjórnum o.s.frv. Icelandair og önnur flugfélög veita bandarísku tollgæslunni og landamæraeftirlitinu þess ákveðin gögn um ferðatilhögun og pantanir („Passenger Name Record“).

Icelandair kann að nýta persónuupplýsingar við markaðssetningu og kynningarstarfsemi. Þú getur afþakkað allar slíkar tilkynningar hvenær sem er.

Þegar þú skráir þig fyrir tilboðumIcelandair samþykkir þú að fá sent markaðsefni reglulega. Það leggjum mikið upp úr því að þér berist eingöngu tilboð og auglýsingar sem hæfa þér og þínu áhugasviði. Af þeirri ástæðu söfnum við gögnum um opnunar- og smellitíðni.

Þú hefur alltaf kost á því að fjarlægja eða breyta persónuupplýsingum þínum. Icelandair mun aldrei veita þriðja aðila leyfi til að nýta þessi gögn við markaðssetningu eða í auglýsingaskyni.