Economy Comfort er fargjaldaflokkur þar sem farþegum býðst meiri þjónusta en á Economy Class. Við mælum með Economy Comfort fyrir fólk sem vill njóta þess ávinnings, sem býðst á Economy Class, en að auki meiri þæginda. Í upphafi ferðar býðst farþegum á Economy Comfort forgangsinnritun og aðgangur að betri stofu og þeir sitja framar í vélinni og hafa meira sætisrými. Matur, drykkir og aðgangur að afþreyingarkerfinu um borð er innifalið. 

Fyrir farþega sem vilja meiri þægindi og eiga þess kost að vinna á fartölvu eða önnur stafræn tæki á meðan flogið er.

  • Innritun á borðum fyrir viðskiptafarrými og aðgangur að öllum betri stofum, nema annað sé tekið fram
  • Meira fótrými, sætabil er 84 cm
  • Afþreyingarkerfi
  • Heyrnartól án endurgjalds
  • Eyrnatappar og augnhlífar
  • Rafmagnstenglar
  • Teppi og koddar í hverju sæti á flugleiðum til Norður-Ameríku og hægt að biðja um teppi og kodda á öðrum flugleiðum
  • Máltíð innifalin
  • Allir drykkir, nema kampavín, án endurgjalds
  • Flug á Economy Comfort gefur fleiri Vildarpunkta


Rafmagnstengill fyrir fartölvu eða farsíma er undir sætinu.

Opna fargjaldatöflu

Vinsamlegast athugið að í algjörum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.