Fyrir þá sem vilja ferðast létt og á lægra verði er Economy Light góður valkostur. Handfarangurstaska allt að 10 kg er innifalin í verðinu, auk þeirra þæginda og þjónustu sem þú átt að venjast hjá Icelandair. Um borð eru óáfengir drykkir þér að kostnaðarlausu og afþreyingarkerfi með fjölda spennandi og skemmtilegra sjónvarpsþátta, heimildar- og kvikmynda. Á matseðlinum finnur þú svo úrval léttra rétta og drykkja til sölu.

Þjónusta um borð

 • Sætaval innifalið
 • Gott fótarými, sætabil er 81 cm
 • Afþreyingarkerfi 
 • Heyrnartól til sölu 
 • Teppi og koddar í hverju sæti á flugleiðum til Norður-Ameríku og hægt er að biðja um teppi og kodda á öðrum flugleiðum
 • Gosdrykkir, kaffi og te án endurgjalds
 • Vín, bjór, kampavín og sterkir drykkir gegn gjaldi
 • Úrval léttra rétta til sölu af matseðli

Þjónusta fyrir börn

 • Barnaaskja með máltíð
 • Gott úrval barnaefnis í afþreyingarkerfinu
 • Teppi og koddi
 • Heyrnartól

Hér getur þú kynnt þér algengar spurningar og svör.


Opna fargjaldatöflu