Hvenær verður hægt að bóka flug og fljúga á Economy Light?

Þann 4. október 2017 verður hægt að velja og bóka flug á Economy Light í bókunarvélinni okkar. Það verður þó háð framboði og því óvíst hvenær fyrst verður í boði á fljúga á Economy Light.

Er Icelandair að verða lággjaldaflugfélag?

Nei, við erum ekki að verða lággjaldaflugfélag. Economy Light fargjaldið er í raun bara enn eitt skrefið sem við tökum í átt að því að fjölga þeim kostum sem eru í boði fyrir farþega Icelandair. Þessi nýi valkostur gerir farþegum okkar kleift að kjósa það fargjald sem hentar þeim best.

Hversu mikið ódýrari kostur verður Economy Light ef miðað er við Economy Standard?

Markmiðið með þessu fargjaldi er að bjóða ferðalöngum sem eru að leita að lægra fargjaldi, án innritaðs farangurs, upp á hagstæðan kost.

Geta farþegar sem kaupa Economy Light fargjald, bætt við tösku?

Já, farþegar sem keypt hafa ferð beint hjá Icelandair geta keypt aukafarangursheimild á netinu með 20% afslætti. Ef þú bókaðir ferð í gegnum þriðja aðila er einungis hægt að kaupa aukafarangursheimild á flugvellinum.

Geta Saga Gold og Saga Silver nýtt uppfærslufríðindi sín þegar þeir ferðast á Economy Light?

Já, Saga Gold félagar geta uppfært úr Economy Light á Economy Comfort. Hægt er að óska eftir uppfærslu þegar 3 tímar, eða minna, eru í brottför Saga Silver félagar geta líka fengið uppfærslu einu sinni á meðan kort þeirra eru í gildi með því að hafa samband við þjónustuver okkar, a.m.k. 24 tímum fyrir brottför.

Geta Saga Gold og Saga Silver félagar notað aukafarangursheimild sína þegar þeir ferðast á Economy Light fargjaldi?

Já, þeir geta haft með sér eina innritaða tösku, allt að 23 kg að þyngd.

Geta handhafar Icelandair American Express Premium- og Business-korta nýtt sér aukafarangursheimild sína þegar þeir ferðast á Economy Light fargjaldi?

Nei, því miður er ekki hægt að nýta aukafarangursheimildina sem American Express Premium og Business kort bjóða upp á.

Er hægt að uppfæra Economy Light miða gegn gjaldi?

Já, mögulegt er að fá uppfærslu yfir á Economy Comfort eða Saga Class. Í þeim tilfellum þarf þá að greiða mismun á verði miðanna.

Er hægt að uppfæra Economy Light miða með Vildarpunktum?

Nei, ekki er hægt að notað Vildarpunkta til að uppfæra úr Economy Light.

Hversu stuttu fyrir brottför geta farþegar uppfært miða sína?

Hægt er að uppfæra miða gegn gjaldi, en möguleikar eru misjafnir eftir flugvöllum og háðir framboði.

Verður hægt að greiða fyrir Economy Light fargjaldið að hluta til með Vildarpunktum?

Já, Saga Club félagar geta notað Punkta og peninga, nýja greiðsluvalmöguleikanum okkar, til að greiða fyrir öll flug, óháð farrými og fargjaldi.

Munu farþegar sem kaupa Economy Light fargjald líka safna Vildarpunktum?

Já, farþegar sem ferðast á Economy Light fá líka Vildarpunkta fyrir sínar ferðir.

Er hægt að kaupa forfallagjald fyrir Economy Light fargjald?

Já, farþegum býðst að greiða forfallagjald þegar þeir bóka Economy Light miða.

Verða sæti fyrir Economy Light sérstaklega staðsett í vélinni?

Economy Light er ekki farrými, heldur ný tegund fargjalds. Farþegar sem keypt hafa miða á Economy Light fargjaldinu munu því sitja á Economy farrými.

Geta farþegar valið sæti þegar þeir bóka flug á Economy Light?

Allir okkar farþegar munu áfram geta valið sér sæti þegar þeir bóka miða og á það einnig við um farþega á Economy Light.

Geta farþegar keypt aukafarangursheimild / farangursheimild fyrir íþróttabúnað að bókun lokinni, t.d. fyrir einn hluta ferðarinnar/heimferð o.s.frv.?

Hægt er að kaupa meiri farangursheimild og sérfarangur (s.s. íþróttabúnað) þegar ferðast er á Economy Light. Nánari upplýsingar um íþróttabúnað og annan sérfarangur er að finna hér.

Er hægt að panta mat fyrirfram á Economy Light?

Já, þjónusta um borð og áður en haldið er af stað verður áfram sú sama. Farþegar geta pantað mat og vörur úr Saga Shop áður en haldið er af stað og fengið afhentar um borð. Þessi þjónusta er alfarið óháð farrými.

Hversu hátt er breytingargjaldið?

Eftirfarandi breytingargjöld eiga við og miðast við hverja breytingu og hvern miða:

  • Ísland 15.000 ISK
  • BNA/CA 275 USD/CAD
  • Svíþjóð 1500 SEK
  • Noregur 1300 NOK
  • Danmörk 1200 DKK
  • Bretland 110 GBP
  • Sviss 190 CHF
  • Önnur Evrópulönd 150 EUR

ATHUGIÐ: Auk breytingargjaldsins þarf hugsanlega að greiða mismun á miðaverði á milli fargjalda og þjónustu.

Er hægt að fá flugfarið endurgreitt?

Ekki er hægt að fá miða sem keyptir eru á Economy Light endurgreidda undir neinum kringumstæðum. Farþegar sem hafa greitt forfallagjald fá endurgreidd samkvæmt skilmálum um forfallagjald.

Geta farþegar sem keypt hafa miða á Economy Light, ferðast áfram eða heim með öðru flugfélagi?

Já, Economy Light fargjaldið stendur þeim farþegum okkar til boða sem vilja fljúga áfram með samstarfsfélögum okkar frá einhverjum af áfangastöðum okkar. Ef þú bókar flug með einhverjum af samstarfsfélögum okkar, gilda farangursreglur sem eiga við fyrsta hluta farseðils fyrir alla ferðina.

Er afsláttur fyrir börn á Economy Light? Hvað með ungbörn?

Enginn afsláttu er fyrir Economy Light miðum sem keyptir eru fyrir börn. Fyrir ungbörn, sem ekki þurfa sæti, greiða farþegar 10% af fullu verði.

Mega ungbörn líka taka handfarangur um borð?

Ungbörn hafa enga farangursheimild og geta því ekki haft með sér handfarangur um borð. Hinsvegar er leyfilegt að hafa kerrur sem hægt er að brjóta saman og barnastóla með um borð.

Verður Economy Light í boði á öllum leiðum Icelandair? Líka fyrir farþega sem ferðast bara aðra leið?

Economy Light fargjaldið verður í boði á öllum leiðum Icelandair, hvort sem ferðast er báðar leiðir eða aðra. Líkt og önnur fargjöld er þessu valkostur háður framboði hverju sinni.

Hvað ef farþegar vilja breyta dagsetningum eða leið á sínum miða og Economy Light er ekki í boði á nýjum tíma/nýrri leið?

Þurfi farþegar sem eiga bókað far á Economy Light að gera breytingar á dagsetningum eða áfangastöðum á ferð sinni, þurfa þeir að greiða breytingargjald auk mismunar í verð á milli fargjalda sem í boði eru á þeim dögum/áfangastöðum sem þeir óska.

Mega farþegar hafa með sér tösku og litla handtösku í handfarangri á Economy Light?

Já, sömu reglur um handfarangur gilda á Economy Light og Economy Class.

Er hægt að kaupa meiri handfarangursheimild?

Nei, því miður er ekki hægt að kaupa heimild til að taka aukahandfarangur um borð.

Eru takmarkanir á stærð eða þyngd handfarangurs?

Já, sömu takmarkanir á stærð og þyngd gilda fyrir farþega sem ferðast á Economy Light. Taskan má ekki vera meira en 10 kg (22 pund) að þyngd og ekki stærri en 55 x 40 x 20 cm (15.7 x 7.8 x 21.6 tommur).

Geta farþegar keypt farangursheimild fyrir aukatösku á flugvellinum?

Já, allir farþegar geta keypt meiri farangursheimild á flugvellinum.

Mega farþegar taka með sér í handfarangur búnað sem varðar heilsu þeirra, auk tösku?

Sömu reglur gilda á öllum Economy-farrýmum þegar kemur að farþegum sem af heilsufarsástæðum þurfa að ferðast með tiltekin búnað eða tæki. Nánari upplýsingar er að finna hér

Hvað ef farþegar eru að ferðast með búnað sem varðar heilsu þeirra sem þarf að innrita?

Sömu reglur gilda á öllum Economy-farrýmum þegar kemur að farþegum sem af heilsufarsástæðum þurfa að ferðast með tiltekin búnað eða tæki. Nánari upplýsingar er að finna hér

Verður Class Up í boði fyrir þá farþega sem hafa keypt Economy Light fargjald?

Já, farþegar sem ferðast á Economy Light fargjaldi munu áfram geta nýtt sér Class Up. Athugið að farangursreglur Economy Light gilda einnig þó Class Up hafi verið nýtt.

Gilda sömu farangursreglur fyrir farþega á Economy Light þegar flug fellur niður og þarf að koma þeim um borð í önnur flug?

Sömu reglur og vinnuferlar gilda um alla farþega sem verða fyrir því að flug þeirra er fellt niður. Það á einnig við um farþega sem keypt hafa Economy Light fargjald.

Hvað með sölutakmarkanir? Lágmarksdvöl? Hámarksdvöl? Kaup með löngum fyrirvara?

Við bendum söluaðilum á að nánari útlistanir á fargjaldatakmörkunum er að finna í Amadeus-kerfinu.

Er hægt að blanda saman Economy Light og öðrum fargjaldaflokkum?

Já, það er hægt að blanda saman Economy Light og öðrum fargjaldaflokkum. Athugið að það getur haft áhrif á hvaða fargjaldareglur gilda þegar fargjaldaflokkum er blandað saman.

Er mögulegt að bóka fyrir börn sem ferðast ein á Economy Light?

Já, að sjálfsögðu er hægt að bóka Economy Light fyrir börn sem eru ein á ferð.

Er hægt að bóka Economy Light fargjald þegar einstaklingar ferðast með þjónustudýr af einhverju tagi (Emotional Support Animal)?

Já, þjónustudýr eru ævinlega velkomin um borð hjá okkur, á öllu farrýmum og fargjöldum.

Hvað verður um handfarangur farþega í þeim tilvikum sem hólf fyrir handfarangur fyllast?

Ef hólf fyrir handfarangur fyllast munu áhafnameðlimir merkja farangur farþega vandlega og koma þeim vandlega fyrir í farangursrými vélarinnar.