Þjónusta á Economy Standard er sniðin að þörfum farþega sem vilja gæði fyrir sanngjarnt verð. Netinnritun stendur til boða á nær öllum áfangastöðum. Farþegar á Economy Standard mega hafa meðferðis eina tösku til innritunar, allt að 23 kg og einnig eina handfarangurstösku, allt að 10 kg. Um borð eru óáfengir drykkir í boði án endurgjalds. Aðgangur að afþreyingarkerfi. Úrval léttra rétta og drykkja er til sölu um borð (máltíð handa börnum án endurgjalds). 

Þjónusta um borð

 • Sætaval innifalið
 • Gott fótarými, sætabil er 81 cm
 • Afþreyingarkerfi um borð
 • Heyrnartól til sölu
 • Teppi og koddar í hverju sæti á flugleiðum til Norður-Ameríku og hægt að biðja um teppi og kodda á öðrum flugleiðum
 • Gosdrykkir, kaffi og te án endurgjalds
 • Vín, bjór, kampavín og sterkir drykkir gegn gjaldi.
 • Úrval léttra rétta til sölu af matseðli.

Þjónusta fyrir börn

 • Barnaaskja með máltíð
 • Gott úrval barnaefnis í afþreyingarkerfinu
 • Teppi og koddi
 • Heyrnartól


Opna fargjaldatöflu


Vinsamlegast athugið að í algjörum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.