Saga Class er farrými fyrir þá sem vilja láta eftir sér að njóta hins besta í kyrrlátu umhverfi. Þjónusta við Saga Class farþega byrjar í flugstöðinni þar sem þeir njóta forgangsinnritunar og aðgangs að betri stofu. Um borð er tekið á móti þeim með fordrykk, heitri handþurrku og ábreiðu til nota í næturflugi. Í flugferðinni sjálfri er farþegum á Saga Class veitt framúrskarandi þjónusta og í boði er úrval af eðalvínum með glæsilegri veislumáltíð. Á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku fá farþegar ferðaveski með smáhlutum til nota á ferðalagi. Í hverri röð eru 4 rúmgóð sæti og yfrið nóg sætarými svo að vel fer um farþega hvort sem þeir kjósa að vinna eða halla sér aftur og hvílast áður en komið er á áfangastað.

Viðskiptavinir, sem sækjast eftir fullkomnum sveigjanleika varðandi bókanir og breytingar og vilja njóta munaðarþæginda og fyrsta flokks gæðaþjónustu, velja Saga Class.

 • Saga Class innritun og aðgangur að betri stofum
 • Frábærlega vönduð og góð sæti
 • Meira sætabil eða 101 cm
 • Fjögur sæti í röð
 • Afþreyingarkerfi
 • Hljóðeinangrandi heyrnartól
 • Rafmagnstengill
 • Stórir og mjúkir koddar og dúnábreiða.
 • Dagblöð
 • Heitar þurrkur
 • Allar máltíðir og drykkir innifalið
 • Stór og mjúk dúnábreiða
 • Wi-Fi aðgangur fyrir tvö tæki innifalinn

Á Evrópu-flugleiðum:

 • Val á milli tveggja aðalrétta

Á Norður-Ameríku-flugleiðum:

 • Val á milli tveggja aðalrétta
 • Drykkur fyrir flug
 • Smáhlutaveski

Innstunga fyrir heyrnartól og rafmangstengill fyrir fartölvu eða farsíma eru á milli sætanna.

Opna fargjaldatöflu

Vinsamlegast athugið að í algjörum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.