Wi-Fi um borð

Nú er hægt að tengjast þráðlausu Interneti í vélum Icelandair. Tengst er í gegnum gervihnött og því má búast við því að hraðinn sé svipaður og þegar 3G er notað á jörðu niðri. Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði.

Tengingin hentar vel til að skoða tölvupóst, vafra um vefinn og skoða samfélagsmiðla en ræður því miður illa við að streyma myndböndum eða vinnslu í gegnum VPN tengingu.

Hægt er að kaupa aðgang að tengingunni um borð. Þeir farþegar sem eru bókaðir á Saga Class eða eru Saga Club Gold meðlimir fá fría tengingu fyrir tvö tæki.

Það er einfalt að tengjast þráðlausa netinu.

 1. Stilltu tækið á flugstillingu og virkjaðu svo Wi-Fi.
 2. Veldu "Icelandair Internet Access".
 3. Opnaðu vafra að eigin vali og veldu “Get Wi-Fi” til að fara í netgáttina og greiða fyrir tenginguna.

Nánari upplýsingar um virkni Wi-Fi tengingarinnar um borð má finna í Stopover Magazine.

Svona er sambandið

Tengingin er virk á öllum flugleiðum, en þó eru nokkrar flugleiðir nyrst í Norður Ameríku þar sem þráðlaust net er ekki virkt allan tímann. Kortið hér til hliðar sýnir þekjuna fyrir allar flugleiðir okkar. Tengingin er virk allt flugið.

Flugvélar Icelandair eru búnar þráðlausu Interneti

Á háannartíma getur þó komið fyrir að ein og ein vél sé ekki með þráðlaust net. Sömuleiðis er ekki hægt að ábyrgjast Internet tengingu á flugum á vegum þriðja aðila.

Fara á flotasíðu

Hægt er að kaupa tenginguna um borð. Bókaðir Saga Class farþegar og Saga Gold meðlimir greiða ekkert fyrir notkun á tveimur tækjum.

Algengar spurningar

 • Um borð

 • Hversu margar flugvélar verða með þráðlaust net?

  Stefnt er að því að allur flugfloti Icelandair verði með þráðlaust net. Á háannatíma getur þó komið fyrir að ein og ein vél verði ekki með þráðlaust net.

 • Hvað er þráðlaust net (Wi-Fi/Wireless Fidelity)?

  Þráðlaust net fyrir rafeindatæki (Wi-Fi) er tækni sem algengast er að nota til að senda og taka á móti gögnum þráðlaust (með útvarpsbylgjum) um tölvukerfi, þar á meðal til að hafa samskipti um háhraða Internettengingar. Þráðlaust net er notað um allan heim fyrir Internetsamband á svokölluðum heitum reitum, á almenningssvæðum, í skrifstofum og á einkaheimilum.

 • Hvers vegna er gagnahraðinn ekki meiri?

  Þráðlausa nettengingin um borð er fengin í gegnum gervihnött sem er á sporbraut í kringum Jörð í 36.000 km hæð. Flugvélin flýgur með 800 km hraða á klukkustund. Sambandið á milli flugvélarinnar og hnattarins er því öðru vísi en samband á milli Jarðar og hnattarins.

 • Ég er félagi í Saga Gold og ég fæ ekki aðgang að þjónustunni; hvað gæti verið að?

  Til þess að fá aðgang að kerfinu verður þú að hafa gefið upp Saga Club númerið þitt þegar þú bókaðir flugfarið. Ef númerið er ekki í bókuninni geturðu fært það inn með því að opna heimasíðu Icelandair og velja „My trips“. Skráðu þig inn með því að slá inn bókunarnúmerið og eftirnafn. Sláðu síðan inn Saga Club númerið þitt ásamt öðrum umbeðnum upplýsingum og vistaðu upplýsingarnar. Nú ættirðu að geta skráð þig inn á þráðlausa netið með því að nota bókunarnúmerið og Saga Club númerið. Ef þú færð samt ekki aðgang, geturðu, þegar þú verður næst í Internetsambandi, sent tölvupóst á wifi@icelandair.is, sagt okkur frá vandamálinu og vonandi tekst þá að greiða úr málum áður en þú ferð næst í flugferð með Icelandair. Við bendum á að þú getur komist inn á þráðlausa netið með því að nota innskráningu gegn gjaldi.

 • Hvernig tengist ég þráðlausu neti um borð?

  Tækin, sem fólk notar til að komast inn á þráðlaust net, eru af ýmsum gerðum svo að hér er ekki hægt að gefa ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að. Í sætisvasanum er upplýsingaspjald um þráðlausa netið um borð. Vinsamlegast gakktu úr skugga um að tækið þitt, síminn og/eða spjaldtölvan, sé í „airplane mode“ og að þú hafir virkjað þráðlaust net í tækinu. Opnaðu vafra og aðgangssíðan að Icelandair Wi-Fi kemur upp. Ef þú hefur bókað þig á Saga Class eða ert félagi í Saga Gold velurðu innskráningu án endurgjalds; annars velurðu 
  innskráningu gegn gjaldi.

 • Verður þráðlaust net í boði á öllum flugleiðum Icelandair?

  Gert er ráð fyrir að í flugvélum með þráðlaust net verði nettenging virk á öllum flugleiðum Icelandair. Á nokkrum flugleiðum getur nettenging þó rofnað á hluta leiðarinnar. Í sætisvasanum fyrir framan farþega er upplýsingaspjald þar sem má sjá þau svæði þar sem þráðlaus nettenging Icelandair er virk.

 • Hvað er Row44?

  Það er nafnið á fyrirtækinu sem selur Icelandair þráðlausu netþjónustuna.

 • Man kerfið eftir mér eftir fyrstu flugferðina þar sem ég skráði mig inn á þráðlausa netið?

  Nei, þráðlausa netkerfið geymir ekki innskráningarupplýsingar notanda á milli flugferða.

 • Hvernig kemur greiðsla fyrir þráðlaust net Icelandair fram á greiðsluyfirliti fyrir kreditkortið?

  Greiðslan verður auðkennd með „ROW44 Icelandair Wi-Fi“.

 • Get ég notað VPN-tengingu þegar ég er á þráðlausa netinu?

  Þráðlaust net hjá Icelandair styður allar algengustu gerðir af VPN-tengingum. Þetta getur þó verið misjafnt eftir flugleiðum.

 • Get ég keypt aðgang að þráðlausa netinu áður en ég fer um borð??

  Nei, það er ekki hægt. Ekki er hægt að kaupa aðgang að þráðlausa netinu fyrr en það hefur verið virkjað eftir flugtak.

 • Safna ég Vildarpunktum þegar ég kaupi aðgang að þráðlausa netinu?

  Fyrst um sinn verður það ekki í boði.

 • Er hægt að nota Vildarpunkta til greiða fyrir aðgang að þráðlausa netinu um borð?

  Nei, fyrst um sinn verður það ekki hægt.

 • Hversu hröð er þráðlausa tengingin?

  Gagnahraðinn er álíka og á 3G-tengingu. Hraðinn veltur einnig á því hversu margir eru að nota tenginguna samtímis um borð.

 • Get ég hlaðið tækið mitt um borð?

  Farþegar á Saga Class og Economy Comfort hafa aðgang að raftengli fyrir fartölvu eða síma annað hvort undir sæti eða á milli sæta. Hjá hverju sæti er USB-innstunga sem hægt er að nota til þess að hlaða flest tæki. Munið bara að hafa USB-snúruna með ykkur í ferðalagið.

 • Kemst ég inn á www.icelandair.com án þess að kaupa aðgang að þráðlausu neti um borð?

  Já, hægt er að komast inn á allar vefsíður Icelandair án þess að hafa aðgang að þráðlausa netinu, hvort sem greitt er fyrir hann eða ekki.

 • Hvað kostar aðgangur að þráðlausa netinu?

  Verðið er breytilegt. Farþegar, bókaðir á Saga Class, og félagar í Saga Gold fá þráðlaust net um borð fyrir tvö tæki án endurgjalds.

 • Er tengingin endurgjaldslaus fyrir þá sem eiga bókað far með Saga Class?

  Já. Farþegi sem er bókaður á Saga Class fær tengingu fyrir tvö tæki endurgjaldslaust. Við skráningu inn á þráðlausa netið verður farþegi að gefa upp bókunarnúmerið (6 stafir) og eftirnafn eins og það er í bókuninni. Leiðbeiningar eru á aðgangssíðunni að þráðlausa netinu.

 • Er tengingin endurgjaldslaus fyrir félaga í Saga Gold?

  Já. Félagi í Saga Gold fær tengingu fyrir tvö tæki endurgjaldslaust. Félagi verður að gefa upp Saga Gold númerið sitt þegar hann bókar flugfarið. Við skráningu inn á þráðlausa netið verður farþegi að gefa upp Saga Gold númerið og bókunarnúmerið (6 stafir).

 • Hefur þráðlausa netið einhver áhrif á flugöryggi?

  Nei. Bandaríska flugmálastjórnin og Flugöryggisstofnun Evrópu fara með alþjóðlegt eftirlitsvald að því er varðar flugöryggi og flughæfni. Þessar stofnanir hafa rannsakað og metið til hlítar áhrif þráðlausra netkerfa á stjórntæki, vélar og búnað flugvéla. Niðurstöður FAA og EASA og vottorð um flughæfni staðfesta að þráðlausa netkerfið hefur engin áhrif á flughæfni eða flugöryggi.

 • Mér ætlar ekki að takast að kaupa þjónustuna; hvað gæti verið að?

  Skýringin gæti verið einhver af eftirfarandi (ekki tæmandi listi): Vantar upplýsingar eða eru rangar upplýsingar í reit sem sem verður fylla út áður en gengið er frá kaupunum; rangt kreditkortanúmer; rangur gildistími eða öryggisnúmer á kreditkorti hefur ekki verið slegið rétt inn.

 • Verð ég að skrá mig út af þráðlausa netinu?

  Nei, þú þarft ekki að skrá þig út.

 • Hvers vegna kemst ég ekki á Internetið þó að ég sé búin(n) að fá/kaupa aðgang að þráðlausa netinu um borð?

  Hugsanlega er vélin að fljúga í gegnum svæði þar sem næst engin þráðlaus nettenging. Vinsamlegast náðu í upplýsingaspjaldið í sætisvasanum þar sem má sjá þau svæði þar sem þráðlaus nettenging Icelandair er virk. Þú getur borið kortið af þráðlausa netsvæðinu saman við flugleiðina eins og hún er sýnd í afþreyingarkerfinu um borð og komist þannig að raun um hvort flugvélin sé á ónettengdum hluta flugleiðarinnar.

 • Verður hægt að fá lánuð tæki eins og t.d. spjaldtölvu um borð?

  Eins og nú háttar stendur ekki til hjá Icelandair að lána farþegum um borð  rafeindatæki með þráðlausri nettengingu.

 • Bætir kreditkortafyrirtækið þóknun við verðið?

  Sum kreditkortafyrirtæki kunna að innheimta þóknun fyrir gjaldeyrisskipti ef notast er við annan gjaldeyri en evru. Hugsanlegt er að önnur gjöld eða þóknanir leggist ofan á verðið. Leitaðu nánari upplýsinga hjá fyrirtækinu sem gefur út kreditkortið þitt.

 • Hvernig tæki verð ég að nota?

  Rafeindatæki, t.d. snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu, sem tekur á móti gögnum um þráðlaust net og er með netvafra.

 • Hvenær get ég notað þráðlausa netið um borð?

  Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði.

 • Hvernig afþreyingarefni er boðið upp á um borð?

  Skemmtiefni er öllum farþegum að kostnaðarlausu. Heyrnartól eru lánuð án endurgjalds á Saga Class og Economy Comfort. Heyrnartól eru seld á Economy Class.
  Börn fá heyrnartól sér að kostnaðarlausu.

  Smelltu hér til að skoða dagskrána fyrir hvern mánuð.

  Lesefni. Til og frá Íslandi er öllum farþegum boðið upp á fríblöð og Icelandair Info Magazine, Saga Shop Collection sem er að finna í sætisvasa hvers farþega. Saga Class fá að auki úrval dagblaða og tímarita.

 • Er hægt að borga fyrir þjónustuna með greiðslukorti?

  Hægt er að greiða með öllum helstu debet- og kreditkortum. Einnig er hægt að greiða með fyrirframgreiddu kreditkorti.

 • Er hægt notast við PayPal til að kaupa aðgang að þjónustunni?

  Nei, það er ekki hægt.

 • Flotinn okkar

  Icelandair og Boeing hafa átt í löngu og farsælu sambandi. Smelltu hér til þess að fræðast um flugflotann okkar.

 • Fljúgðu vel

  Þegar þú flýgur með Icelandair er margt og mikið innifalið í fargjaldinu þínu.