Við sjáum yngstu farþegunum fyrir einhverju skemmtilegu til að dunda sér við. Um borð í flestum vélum Icelandair er afþreyingarkerfi með úrvali af barnaefni, einnig gefum við börnum póstkort og liti sem þau geta afhent áhöfn til að senda til vina og vandamanna.

Ef ferðast á með ungabarn sem enn er ófætt þá er það ekki bókað strax. Þegar barnið hefur verið nefnt þarf að hafa samband við okkur í síma og nafni barnsins er þá bætt við í bókunina.

Barnabílstólar:

Farþegum sem ferðast með börn, 2-11 ára, er heimilt að hafa samþykkta barnabílstóla með sér um borð að því gefnu að barnið sitji í stólnum á meðan fluginu stendur. Þegar ferðast er með ungbörn undir 2 ára aldri er heimilt að hafa barnabílstól meðferðis um borð sé laust gluggasæti í viðkomandi flugi. Farþegar geta tryggt sér sæti fyrir barnabílstól með því að kaupa barnafargjald. Notkun barnabílstóla er heimil á öllum stigum flugferðarinnar, þar á meðal við flugtak og lendingu, að því gefnu að:

  1. Barnabílstóllinn sé hannaður til festingar í sæti með tveggja punkta belti (venjulegum sætisólum í farþegasætum flugvéla). Barnabílstóla sem eru hannaðir eingöngu til festinga með þriggja punkta belti (venjuleg öryggisbelti í bílum) má ekki nota.
  2. Barnabílstóllinn uppfylli a.m.k. eitt af eftirtöldum skilyrðum:
  • Barnabílstóllinn sé samþykktur til notkunar í ökutækjum í samræmi við Evrópustaðla ECE R44-03 eða nýrri viðbætur.
  • Barnabílstóllinn sé samþykktur til notkunar í vélknúnum ökutækjum og flugvélum í samræmi við bandaríska staðla US FMVSS nr. 213 og hafi verið framleiddir samkvæmt þessum stöðlum frá og með 26. febrúar 1985. Barnabílstólar sem standast bandarískar kröfur verða að bera eftirfarandi merkingar með rauðu letri: 1)"This child restraint system conforms to all applicable federal motor vehicle safety standards" og 2)"This restraint is certified for use in motor vehicles and aircraft"
  • Barnabílstóllinn sé samþykktur til notkunar í flugvélum í samræmi við þýska staðla um "Qualification Procedure for Child Restraint Systems in Aircraft" (TUV Doc.:/958-01/2001)
  • Barnabílstóllinn sé samþykktur til notkunar í vélknúnum ökutækjum og flugvélum í samræmi við kanadíska staðla CMVSS 213/213,1

CARES sætisfestingar fyrir börn eru samþykktar í vélum Icelandair. Cares er sérstaklega hannað fyrir börn frá 1 árs aldri sem eru að ferðast með flugi. Vinsamlegast athugið að Icelandair er ekki með svona belti um borð. 

Um borð:

  • Barnabílstólinn skal festa tryggilega í gluggasæti með sætisólum
  • Taka ber fram að flugfélagið útvegar ekki barnabílstóla.

Barnamatur:

Fyrir ungabörnin er hægt að panta jógúrt og banana. Heitt vatn er alltaf um borð til að hita upp pela og krukkur með barnamat. Ungbarnamáltíðir verður að panta fyrirfram, að minnsta kosti 24 klst. fyrir brottför eða þegar farseðlar eru bókaðir.
Öll börn frá 2-11 ára aldurs fá máltíð um borð án endurgjalds.

Vinsamlega athugið: Ekki er hægt að panta ungbarnamat þegar bókað er á netinu. Til að panta ungbarnamat hafið samband við Fjarsölu Icelandair eða í síma 50 50 100.