Blindir farþegar með blindrahunda:

Blindir farþegar mega hafa blindrahund hjá sér í farþegarými ef hundurinn er tryggilega festur og með múl. Hundinum er ekki heimilt að vera í sæti og hann má ekki vera fyrir á ganginum. Leyfi fyrir hundinum verður að vera til staðar í því landi sem ferðast er til eða farið er um. Icelandair tekur ekki ábyrgð á því ef blindrahundi er meinað að koma inn í land sem ferðast er til eða farið er um.

Barnshafandi konur:

Barnshafandi konur sem komnar eru á síðasta mánuð meðgöngu verða að framvísa læknisvottorði sem gefið er út að hámarki 72 tímum áður en ferð er hafin.

Hjólastólaþjónusta:

Icelandair þjónustar farþega með hreyfihömlun í samræmi við flokkunarkerfi IATA. Flokkarnir sem í boði eru hjá Icelandair eru:

 • WCHR (hjólastóll að landgangi): Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur farið upp og niður tröppur og komið sjálfum sér um farþegarými og í sæti.
 • WCHS (hjólastóll að landgangi og aðstoð við þrep): Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur ekki klifið upp eða niður tröppur og þarfnast aðstoðar við. Hinsvegar getur farþegi komið sjálfum sér um farþegarými og í sæti.

Þarfnist farþegi frekari hjólastólaaðstoðar, hafið vinsamlegast samband við Þjónustuver Icelandair í síma 5050 100, eða aðrar ferðaskrifstofur, og tiltakið nánar hve mikillar aðstoðar þörf er á, hvort farþegi ferðist með eigin hjólastól og hvort sá hjólastóll er rafknúinn.

Rafhlöðudrifin súrefnisþjappa:

Icelandair leyfir eftirfarandi Raflhöðudrifin súrefnistæki um borð:

 • AirSep LifeStyle
 • AirSep Focus
 • AirSep Freestyle 5
 • Delphi RS-00400
 • DeVilbiss Healthcare Inc. iGO
 • Inogen One
 • Inogen One G2
 • Inogen One G3
 • Inova Labs LifeChoice Activox
 • International Biophysics Corporation Lifechoice / Inova Labs LifeChoice
 • Invacare SOLO2
 • Invacare XPO2
 • Oxlife Independence Oxygen Concentrator
 • Precision Medical EasyPulse
 • Respironics EverGo
 • Respironics SimplyGo
 • SeQual Eclipse
 • SeQual Saros

Conditions for use of POC

Ferðast með gæludýr:

Smellið hér til að fá upplýsingar varðandi gæludýr í flugi með Icelandair.

Ofnæmisstefna Icelandair

Icelandair getur ekki ábyrgst ofnæmisfrítt umhverfi um borð og við hvetjum því farþega með alvarleg ofnæmi sem geta valdið ofnæmislosti til að hafa neyðarpenna (EpiPen®) meðferðis, sem og önnur lyf sem þeir mega þurfa að nota.

Máltíðir um borð í vélum Icelandair innihalda hvorki heilar jarðhnetur né jarðhnetuafurðir, s.s. hnetusmjör, en leifar af jarðhnetum má þó mögulega finna í mat um borð.

Aðrar hnetur, t.d. möndlur, má finna í mat um borð og auk þess er fiskur og skelfiskur stundum í boði á Saga Class. Ekki er mögulegt að fjarlægja hnetur, fisk eða skelfisk frá borði hvort sem er úr farþega- eða farangursrými.

Við bjóðum farþegum með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum upp á að farið sé með ávarp um borð þar sem aðrir farþegar eru beðnir um að neyta ekki matar sem inniheldur jarðhnetur. Hafa þarf samband við þjónustuver Icelandair í síma 50 50 100 og skila inn læknisvottorði minnst 48 klst. fyrir brottför til að farið verði með ávarp.

Það skal þó tekið fram að starfsfólk Icelandair getur ekki hindrað aðra farþega í að koma með eða að neyta matar um borð sem gætu innihaldið ofnæmisvaldandi efni, s.s. jarðhnetur. Af því leiðir að mögulega má finna leifar af ofnæmisvaldandi efnum í sætum, á sætisörmum, borðum eða annarsstaðar um borð. 

 

Séraðstoð

Það er ánægja okkar að þjónusta farþega sem best, ef þú þarft séraðstoð á þínu flugi þá biðjum við þig að senda okkur beiðni. Séraðstoð á við fyrir hjólastóla, fylgd fyrir blinda og sjónskerta eða ef þú þarft að taka með þér auka búnað vegna fötlunar þinnar eða veikinda .

Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt Komið er yfir hámarksfjölda stafa