Bókið ferð fyrir barn sem ferðast eitt hjá söluskrifstofu okkar

Hafið samband við Þjónustuver Icelandair til þess að bóka ferð fyrir barn sem ferðast eitt. Staðfesta verður ferð fyrir börn sem ferðast ein að minnsta kosti þremur dögum fyrir brottför.

  • Börn á aldrinum 5-11 ára (fram að 12 ára afmælisdegi) sem EKKI eru í fylgd farþega sem er 12 ára eða eldri og getur ábyrgst barnið meðan á ferðalagi stendur teljast vera börn sem ferðast ein (UM).
  • Athugið að miðað er við aldur barns á þeim tíma sem það ferðast.
  • Að hámarki má flytja fjögur börn sem ferðast ein í hverju flugi.
  • Þjónustugjald fyrir barn sem ferðast eitt er 6.500 kr. hvora leið (miðað við að ferð hefjist á Íslandi). Ef tvö eða fleiri börn sem ferðast ein eru saman á ferðalagi verður innheimt eitt þjónustugjald. Ennfremur þarf að greiða bókunargjald 3.600 kr. á mann þegar bókað er í gegnum þjónustuver Icelandair.
  • Við getum aðeins boðið fylgd fyrir börn á Icelandair flugum, ekki er hægt að bóka fylgdarlaus börn á áframhaldandi flug.

Ferðatilhögun fyrir börn sem ferðast ein

Fullorðinn aðstandandi skal koma með barni sem ferðast eitt til innritunar. Hann þarf að framvísa gildum skilríkjum með mynd og veita upplýsingar um hvernig ná megi sambandi við hann og einnig hver tengsl hans eru við barnið. Áður en barnið er afhent þeim sem tekur á móti því á ákvörðunarstað og sem nefndur er í ferðavottorði barnsins, biður þjónustufulltrúi Icelandair um gild skilríki með mynd og upplýsingar um hvernig ná megi sambandi við hann.

Ferðaskjöl barns sem ferðast eitt eru sett í sérstakt veski merkt Icelandair og ber barnið það á sýnilegan hátt.

ATH! Fylla þarf út formið hér fyrir neðan og prenta út í fjórriti.
Unaccompanied Minor form (PDF 70kb)