Pingdom Check
Routemap_2024_summer

Leiðakerfi

Icelandair hefur stækkað og styrkt leiðakerfi sitt á undanförnum áratugum með því að sameina í flugi sínu farþega á leið til og frá Íslandi og farþega á leið yfir Atlantshafið. Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands mitt á milli Norður-Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku. 

Leiðakerfi Icelandair er hjartað í starfsemi okkar og þar spilar staðsetning Keflavíkurflugvallar í Norður-Atlantshafi og áfangastaðurinn Ísland lykilhlutverk. 

Félagið þjónar fjórum lykilmörkuðum: farþegum á leið til Íslands, frá Íslandi, í gegnum Ísland og þeim sem ferðast innan Íslands. Við tengjum borgir í Evrópu og Norður-Ameríku, með Ísland sem miðpunkt ferðalagsins. Leiðarkerfið okkar veitir aðgang að hagkvæmara flugi yfir Atlantshafið sem og til vestnorrænna markaðssvæða. 

Með samþættingu innanlands- og millilandaflugs í mars 2021 bættust áfangastaðir innanlands og á Grænlandi við leiðakerfið okkar. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.