Við flytjum íslenska tónlist

Stuðningur Icelandair við tónlist felst í því að flytja íslenska listamenn á erlenda grund og jafnframt að gera erlendum tónlistarunnendum kleift að koma til Íslands og upplifa hér tónleika og tónlistarhátíðir. Í því augnamiði styrkir Icelandair Iceland Airwaves, Músiktilraunir og Reykjavík Loftbrú.

Iceland Airwaves 2017

Airwaves hátíðin verður haldin um alla Reykjavík og á Akureyri 1. - 5. nóvember. Heitasta tónlistarfólkið á Íslandi verður að sjálfsögðu á Icelandair sviðinu á Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsið), þar verður hægt að dilla sér við frábæra íslenska tónlist í bland við nokkur eðal erlend bönd.

Hér getur þú breytt punktum í tónlist

Icelandair hefur verið helsti bakhjarl tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves frá upphafi, tónlistarviðburðar sem efnt var til fyrsta skipti árið 1999 og hafði þá að megintilgangi að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir fulltrúum erlendra hljómplötuútgefenda. Síðan þá hefur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves vaxið að umfangi, blómstr­að og dafnað og er nú gildur þáttur í menningarlífi Reykjavíkur þar sem meira en 150 tónlistarmenn koma fram á ýmsum stöðum í borginni. Vinnan og fyrirhöfnin, sem farið hafa í undirbúning og framkvæmd tón­listarhátíðarinnar, hafa borið góðan ávöxt og nú hafa margir íslenskir tónlist­armenn öðlast viðurkenningu á alþjóða­vettvangi.

Hér getur þú skoðað alla dagskrána

Play Video
Spotify

Sigurvegarar Músíktilrauna

2016
- Hórmónar
2015
- Rythmatik
2014
- Vio
2013
- Vök
2012
- RetRoBot
2011
- Samaris
2010
- Of Monsters and Men
2009
- Bróðir Svartúlfs
2008
- Agent Fresco
2007
- Shogun
2006
- The Foreign Monkeys
2005
- Jakobínarína
2004
- Mammút
2003
- Dáðadrengir
2002
- Búdrýgindi
2001
- Andlát
2000
- XXX Rottweiler hundar
1999
- Mínus
1998
- Stæner
1997
- Soðin Fiðla
1996
- Stjörnukisi
1995
- Botnleðja (Silt)
1994
- Maus
1993
- Yukatan
1992
- Kolrassa Krókríðandi (Bellatrix)
1991
- Infusoria (Sororicide)
1990
- Nabblastrengir (Umbilical cords)
1989
- Laglausir
1988
- Jójó
1987
- Stuðkompaníið
1986
- Greifarnir
1985
- Gipsy
1984
- Verkfall kennara, keppni féll niður
1983
- Dúkkulísurnar
1982
- Dron
Hórmónar
Play Video

Hórmónar

Músíktilraunir

Við hjá Icelandair erum stolt af að veita ungu og hæfileikaríku tón­listarfólki stuðning í gegnum Músíktilraunir. Músíktilraunir er tónlistarviðburður þar sem unga fólkið kemur fram í fyrsta skipti opinberlega og fær tækifæri til að standa í sviðsljósinu og spila tónlist.

Icelandair verðlaunar þá sem vinna Músík­tilraunir með því gefa þeim færi á að spila á hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves.

Reykjavík Loftbrú

Icelandair styður framsækið íslenskt tónlistarfólk sem vill hasla sér völl erlendis, í samstarfi við Reykjavíkurborg og íslenskt tónlistarfólk í verkefninu Reykjavík Loftbrú.

Umsókn þarf að berast fyrir síðasta dag hvers mánaðar og má brottför ekki vera innan 4 vikna frá þeirri dagsetningu. Ekki er veitt úr sjóði Loftbrúar í júlímánuði.

Nánar um styrktarstefnu Icelandair.

  • HotSpring cd Gunnuhver

    Hot Spring CD

    Icelandair gefur reglulega út safndiska þar sem íslensk tónlist fær að njóta sín. Við leggjum okkur fram um að velja tónlistarfólk á diskinn sem hefur komið fram á Iceland Airwaves.