Vor 2014

Formby Hall með GB Ferðum

Formby Hall Golf Resort & Spa (50 mín frá Manchester flugvelli) er nýr áfagastaður fyrir 2010. Þetta er glæsilegt vel útbúið golfhótel sem opnaði sumarið 2008. Herbergin eru 64 talsins og mjög vel útbúin. Á hótelinu er frábær heilsulind sem inniheldur glæsileg búningsherbergi, heita potta, gufu, sundlaug, líkamsræktarstöð, jógasal ásamt meðferðarherbergjum. Innangengt er í heilsulindina frá herbergjunum.  Einnig er að finna stórgóða æfingaaðstöðu á hótelinu. Þar er að finna 26 flóðlýsta bása inniaðstöðu fyrir kennslu, stuttaspilssvæði og mjög góða búningaaðstöðu og golfverslun. Golfvöllur hótelsins "The old course" er parkland völlur sem er stórskemmtilegur. Völlurinn byrjar þægilega og býður uppá fjórar stórskemmtilegar lokaholur, par 5 (405m.), par 3 (155 m.) par 4 (360m) og par 5 (476m).

Verð aðeins frá kr. 125.000 (Flug, flugvallarskattar,gisting í 3 nætur með morgunverði, 3 rétta kvöldverði, *ótakmarkað golf ásamt aðgengi að PGA akademíu, æfingaaðstöðu, heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.)

Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram hjá GB Ferðum

Þess má geta að í næsta nágrenni við Formby Hall er aragrúi golfvalla, í öllum verðflokkum, sem gaman er að spila.

Royal Birkdale
Royal Liverpool
Royal Lytham and St Annes
Formby Golf club
Formby Ladies
Formby Hall Golf Resort and Spa
Hesketh Golf Club
Hillside Golf Club
Southport & Ainsdale Golf Club
West Lancashire Golf Club
Caldy Golf Club
Heswall Golf Club
Wallasey Golf Club
Windermere Golf Club
Fairhaven Golf Club
St Annes Old Links Golf Club
De Vere Carden Park
Cheshire Course
Nicklaus Course
Silloth Golf Club
Lytham Green Drive Golf Club