Gefðu þér góðan tíma í góðra vina hópi

Leiðakerfi Icelandair hefur meira en tvöfaldast á nokkrum árum og því hafa hópar sem ferðast með okkur úr miklu að velja.

Árið 2018 mun Icelandair fljúga til 48 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og verður flugáætlunin í ár sú umfangsmesta í sögu félagsins en San Francisco er fimmti nýi áfangastaðurinn í flugáætlun Icelandair á árinu 2018. Áður hefur verið tilkynnt um að flug hefjist til Kansas City, Baltimore, Cleveland og Dallas í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi, auk Berlínar sem bættist við leiðakerfið sl. nóvember. 

Í ár viljum við vekja sérstaka athygli á Berlín, Aberdeen, Brussel, Helsinki og Stokkhólmi, en hver þessara áfangastaða hefur upp á margt að bjóða þegar kemur að hópefli, vinaferð, vinnuferð eða árshátíðarferð.

Eins og undanfarin ár býður hópadeild Icelandair upp á sérsniðnar lausnir fyrir 10 eða fleiri sem ferðast saman, með það að markmiði að gera ferðina eins eftirminnilega og skemmtilega fyrir hópinn og hægt er.

Ef hópurinn þinn óskar eftir nánari upplýsingum um þá kosti sem eru í boði þá getum við heimsótt ykkur og kynnt ýmsa valmöguleika. Einnig er hægt að fylla út fyrirspurnarformið hér fyrir neðan og við svörum um hæl.  

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

Hér getur þú keypt mat fyrirfram fyrir þinn hóp á 10% lægra verði en um borð. Verði þér að góðu.

Hér getur þú skoðað skilmála fyrir hópabókanir (PDF 66,6kb).

Hvert vill hópurinn ferðast?
Svæðið er óútfyllt
Tímaplan
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Fjöldi farþega
Svæðið er óútfyllt
Upplýsingar um hótel
Sérpantanir
Upplýsingar um hópinn
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Komið er yfir hámarksfjölda stafa