27. - 30. nóvember 2016

Í samvinnu við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmundsson og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn.

Icelandair býður upp á ferðir fyrir eldri borgara til Kaupmannahafnar í nóvember í samvinnu við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmundsson og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Íslensk fararstjórn verður í höndum Erlu Guðmundsdóttur.

Bókun í ferð:
Smelltu hér til þess að skrá þig í ferðina
Númer hóps er 1760.  

  • Lágmarks fjöldi þátttakenda er 25
  • Verð pr mann í tvíbýli  kr 109.000  og á mann í einbýli kr 122.400
  • Þeir sem eiga Vildarpunkta geta keypt gjafabréf fyrir þá og nýtt sem greiðslu upp í pakkaferð. Sjá allt um það hér 


Frekari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 5050406  eða  hopar@icelandair.is    
Greiða verður í síðasta lagi 4 vikum fyrir brottför.


Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.


Allar nánari upplýsingar um þessar ferðir eru hjá Hópadeild Icelandair í síma 5050406 eða hopar@icelandair.is

Verð á mann í tvíbýli: kr. 109.000.-   
Verð á mann í einbýli: kr. 122.400.-

Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisgjaldi og álögðum sköttum og gjöldum.  Verð þetta miðast við gengi 1. ágúst 2016.

Dagskráin er eftirfarandi;  (4 dagar – 3 nætur).

Sunnudagur.
Flogið verður með Icelandair kl. 08:00 og lent á Kastrup flugvelli kl. 12:00 að staðartíma.  Þaðan er ekið á Hotel du Nord þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Hótelið er vel staðsett og stutt að ganga að Tívolí, Ráðhústorgi og verslunum á Strikinu.  Við innritun á hótelið afhendir fararstjóri aðgöngumiða að Tivoli sem nota þarf á miðvikudeginum, þegar farið er í "julefrokost" í Gröften.

Kl. 14:00 er gengið frá hótelinu að Ráðhústorginu-Strikið og áttum okkur á staðsetningu hótelsins.
Kl. 19:00  kvöldverður á Restaurant Frk. Barners, danskur matur og einn drykkur (öl eða gos) innifalinn.

Mánudagur.
Kl. 09:00  er lagt af stað frá hótelinu að Ráðhústorginu þar sem við hittum Sigrúnu Gísladóttir sem fer með okkur í gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn. Gengið um gamla bæinn, síðustu bústaðir manna eins og Jónasar Hallgrímssonar og Baldvins Einarssonar heimsóttir. Litið inn í Frúarkirkju, Háskólinn skoðaður ásamt Gamla Garði (Regensen), Sívalaturni, Grábræðratorgi, Hallarhólmanum og endað á Hvids Vinstue við Kongens Nytorv þar sem upplagt er að fá sér hressingu t.d. glögg og smörrebröd

Þriðjudagur.
Kl. 09:30 er heimsókn í Jónshús þar sem nýr staðarhaldari, Halla Benediktsdóttir, tekur á móti gestum og segir sögu hússins.  Þar verður boðið upp á hressingu og  að því loknu er ekið í “Fisketorvet “, en það er stórverslun, svipuð og Kringlan í Reykjavík.  Það er um það bil 15 mín. göngutúr á hótelið, hver og einn dvelur þarna að vild, en þarna eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir.  Frjáls dagskrá það sem eftir er dags.  
Kl. 19:00 er snæddur ekta danskur “julefrokost” í Tívolí á Restaurant Grøften, sem er  í göngufæri frá Hotel du Nord.  Athugið að hafa með ykkur aðgangsmiðana að Tívolí – þá þarf að afhenda við innganginn í Tívolí. 

Miðvikudagur.
Skráð er út af hóteli kl. 11:30.
Kl. 11:45 Ekið að Nýhöfn.  
Kl. 12:15-13:30 er siglt um síkin og saga djassins frá upphafi sögð og spiluð af Michael Bøving og félögum. Frjáls dagskrá fram eftir degi en gestir komi sér sjálfir til baka á hótelið.
Kl. 17:00 er brottför frá hótelinu  á Kastrup flugvöll en brottför er með Icelandair kl. 20:10 og lent í Keflavik kl. 22:20.

Flug
Flugvallarskattar
Eldsneytisgjald
Gisting á Hotel du Nord í 3 nætur
Morgunverður
Akstur til og frá flugvelli erlendis og á hótel ásamt öllum öðrum akstri
Skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur
Kvöldverður og einn drykkur á komudegi
”Julefrokost” á Restaurant Grøften sem og sigling um síkin með Jazzbandi Michale Bøving
Íslensk fararstjórn.
Aðgöngumiði í Tivoli (1 skipti)

Athugið að lágmarksþátttaka er 25 manns.Frekari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 5050406  eða  hopar@icelandair.is    
Greiða verður í síðasta lagi 4 vikum fyrir brottför.

Svipaðir pakkar

St. Pétursborg - páskar 2017

Verð á mann í tvíbýli kr. 91.900

Fimm nátta skemmtun um páskana í St. Pétursborg, frá 12. apríl - 17. apríl 2017 með Pétri Óla Péturssyni.
St. Pétursborg - páskar 2017

Glasgow - Í jólabúningi - UPPSELT

Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 84.900

Glasgow í jólabúningi dagana 24. - 27. nóvember 2016 með þeim Carolu og Gúddý. Örfá sæti laus.
Glasgow - Í jólabúningi - UPPSELT