Verð á mann í tvíbýli kr. 146.900.-

Ferðin stendur yfir frá 14. - 22. mars 2017. Fararstjóri er Hafsteinn Emilsson.

Bóka núna

Uppselt er í þessa ferð!

Nú gefst hjólafólki kostur að fara á stærstu mótorhjólasamkomu í heimi á Daytona Bike Week í Florida. Þar sýna allir helstu mótorhjólaframleiðendur hjól og aukahluti og allt sem tilheyrir mótorhjólum. Farastjóri eins og undanfarin ár er Hafsteinn Emilsson, fyrir þá sem vilja leigja hjól eru þau bókuð í gegnum hann, e-mail idda65@hotmail.com. Gist verður á Rosen Inn Point Orlando. Hótelið er látlaust 3ja stjörnu og vel staðsett. 


Í boði eru dagsferðir til Daytona á Bike Week, einnig eru í boði hjólaferðir, sjá nánar dagskrá. Ferðin stendur yfir frá 14. - 22. mars 2017.

Í boði er að kaupa pakka bæði með eða án gistingar.

Hjólin eru bókuð í gegnum farastjóra og eru ekki innifalin í verði ferðar.

Athugið:
Ekki er hægt að setja inn APIS upplýsingar á vefnum þegar sérferðir eru bókaðar aðeins í einstaklingsferðum. Vinsamlegast hafið samband við Fjarsölu Icelandair í síma 5050 100 og sölumenn aðstoða ykkur við að slá inn upplýsingar. Athugið að hafa vegabréf við höndina þegar þið hringið inn.

Nánari upplýsingar fást hjá fararstjóra á netfangið idda65@hotmail.com

Athugið að ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar svo mælt er með að fólk leigi sér bíl. Þú getur smellt hér og kynnt þér bílaleiguverð í Orlando

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Fyrir pakkabókun til Orlando fást 4.800 Vildarpunktar.

Upplýsingasíða um Daytona Beach

Athugið ekki er hægt að bóka ákveðin sæti í bókunarferlinu, en að bókun lokinni er hægt að hafa samband við Þjónustuver Icelandair í síma 50 50 100 og biðja um að láta taka frá fyrir sig sæti.

Net/farsímainnritun hefst 36 tímum fyrir brottför til Evrópu og Kanada og 24 tímum fyrir brottför til Norður Ameríku og þar er hægt að velja sæti

Verð á mann í tvíbýli kr. 146.900.-*
Verð á mann í einbýli kr. 187.900.-*


Verð á mann án gistingar kr. 106.900.-**

Lágmarksþátttaka 20 manns

14. mars 
Flug FI 689 frá Keflavík brottför kl. 17:10 og lent á MCO flugvelli í Orlando kl. 21:05. Gist á Rosen Inn Point Orlando. Farþegar koma sér á eigin vegum á hótelið.

15. mars
Frjáls dagur.

16. - 18. mars
Ýmsar uppákomur á Daytona sjá www.officialbikeweek.com þar sem hægt er að skoða: sýningar, keppnir, prufuakstur á nýjum hjólum af öllum gerðum og stærðum og margt fleira.
Athugið: fararstjóri kemur til með að vera með ferðir í boði gegn vægu gjaldi á einhverjar af þessum uppákomum, þær þarf að panta hjá fararstjóra á staðnum.

19. mars Frjáls dagur

20.mars 
Er í boði hjóladagur með farastjóra , hjólin sótt hjá Orlando Harley Davidson kl 09:00 (leið kynnt síðar)

21. mars
Hjóladagur í boði (leið kynnt síðar)

22. mars
Heimferð. Fólk kemur sér á eigin vegum á flugvöllinn. Flogið er heim með FI 688, brottför frá MCO flugvelli kl. 19:00, lent í Keflavík að morgni 23. mars kl. 06:10.

*Pakki með gistingu
Flug
Flugvallarskattar
Gisting í 8 nætur á Rosen Inn Point Orlando ***
Íslensk fararstjórn

**Pakki án gistingar
Flug
Flugvallarskattar
Íslensk fararstjórn

Hótel í Florida áskilja sér rétt til til að innheimta við komu á hótel viðbótargjald (resort fee) frá usd 2 til usd 15 á dag. Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu.

Fólk kemur sér sjálft frá flugvelli á hótelið.

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða


Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna - APIS:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar

Old Car á Daytona

Verð á mann í tvíbýli í 7 daga frá kr.179.900.-

Tuttugasta árið í röð verður Icelandair með ferð til Florida á Old Car sýninguna í Daytona. Fararstjóri er Sigurður Lárusson.
Old Car á Daytona

Orlando

Á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 81.900

Pakkaferðir á tímabilinu 1. febrúar til 9. júní 2017 og aftur frá 1. september til 15. janúar 2018.
Orlando

St. Petersburg Beach

Á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 98.900

Pakkaferðir á tímabilinu 1. febrúar til 9. júní 2017 og aftur frá 1. september til 15. janúar 2018.
St. Petersburg Beach