Haust 2017

Bowood, Hotel Spa & Golf Resort með GB Ferðum.

Bowood, Hotel Spa & Golf Resort (90 mín. frá Heathrow) Hótelið opnaði á vormánuðum 2009. Þar er aðbúnaðurinn eins og hann verður bestur. Mikið hefur verið lagt í hvert einasta smáatriði og þjónustan er óaðfinnanleg. Þetta er einfaldlega besta golfhótelið sem við bjóðum uppá á Lundúnarsvæðinu í dag. Topp golfvöllur hannaður af Dave Thomas. Völlurinn er sérstaklega fallegur enda ávallt vel við haldið.

Lokaniðurstaða: „Frábær þjónusta, stórglæsileg landareign, fyrsta flokks matur & golf eins og það gerist best!“

Golfvöllur:
Bowood Championship Course, 6.201 metrar, 18 holur-par 72. 

Verð frá kr. 119.000

Innifalið:
Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers