Á mann í tvíbýi í 4 nætur frá kr. 90.900

Tilboðið gildir frá 1. janúar til 31. mars 2017.

Bóka núna

Sértilboð til Chicago  þar sem þú gistir í 4 nætur en greiðir aðeins fyrir 3 nætur.  Hótelið sem í boði er á þessu tilboði er Courtyard Chicago Downtown River North ****

Chicago-borg í Illinois fylki er stærsta borg Miðvesturríkjanna svokölluðu og ætti að vera á lista allra ferðalanga. Reyndar er Chicago þriðja stærsta borgin í Bandaríkjunum og framboð afþreyingar og þjónustu er eftir því. Icelandair býður upp á beint flug frá Keflavík til Chicago allt árið um kring. Gefðu þér góðan tíma í Chicago og leyfðu þér að njóta. Chicago er ekki síst þekkt fyrir pizzur, en pönnupizzurnar frægu er oft eignaðar borginni og trylla bragðlaukana meira en góðu hófir gegnir. Þú þarft ekki að velja. Þú getur skellt þér á leik með The Cubs eða White Sox, nú eða skellt þér á leik með Chicago Bulls og hugsað hlýlega til gullára þeirra Michael Jordan og Scottie Pippen, á milli þess sem þú nærir andann í fjölbreyttum söfnum og galleríum. Byrjaðu til dæmis á The Museum Campus við strendur vatnsins þar sem þú finnur einnig The Adler Planetarium & Astronomy Museum, The Field Museum og Shedd Aquarium. Þegar upphitun þar er lokið geturðu haldið um víðan völl og hvarvetna rekist á áhugaverð söfn og gallerí eins og The Chicago Art Musuem þar sem þú getur stúderað impressjónistana til dæmis, en ekkert safn í Bandaríkjunum á eins gott safn af verkum þeirra.

Fjölskyldur ættu svo að finna sér sitthvað til dundurs í Lincoln Park þar sem hægt er að heimsækja Lincoln Park Zoo alveg ókeypis .Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Nánari upplýsingar um Chicago er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til Chicago fást á bilinu 5.400 til 8.640 Vildarpunktar.

Tilboð sett inn 27. september 2016.

Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 90.900.-*
Verð á mann í einbýli í 4 nætur frá kr. 118.700.-*
Verð á mann í þríbýli í 4 nætur frá kr. 81.700.-*
Verð á mann í fjórbýli í 4 nætur frá kr. 77.075.-*
Athugið að einungis eru 2 rúm í þriggja og fjögurra manna herbergjunum.

*Athugið að uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Athugið að uppfærsla á Saga Class gegn Vildarpunktum er ekki heimiluð í lægstu fargjaldaflokkum.

Takmarkað sætaframboð.

Flug
Gisting
Flugvallarskattar

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða

Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna - APIS:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar

Stokkhólmur vortilboð

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 54.900.-

Sértilboð til Stokkhólms á völdum dagsetningum í febrúar, mars, apríl og maí 2017.
Stokkhólmur vortilboð

Aberdeen sértilboð

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 43.900.-

Sértilboð til Aberdeen á völdum dagsetningum í janúar, febrúar og mars 2017.
Aberdeen sértilboð