Haust 2017

East Sussex National með GB Ferðum

East Sussex National er glæsilegt fimm stjörnu hótel, sem er staðsett á 1100 ekru landareign í ensku sveitinni, þó aðeins 40 mínútur frá Gatwick flugvelli. Herbergin eru mjög smekkleg, rúmgóð og vel útbúin. Á öllum herbergjum er flatskjár, kaffi- og tekanna og vatn fylgir stórt baðherbergi með baðkari og stórri sturtu, þráðlaust net o.fl. Hótelgestir hafa aðgang að frábærri líkamsræktarstöð, 20 m. langri sundlaug, heitum pottum, gufuböðum. Þar er einnig einstaklega rúmgott Spa, sem hótelgestir geta nýtt sér. Á hótelinu er herbergisþjónusta allan sólarhringinn, þrír veitingastaðir, tveir barir, svo eitthvað sé nefnt.Hótelinu fylgja tveir afburða 18 holu golfvellir, East- og Westcourse, auk mjög góðs æfingasvæðis. Báðir vellirnir voru hannaðir af Robert E. Cupp, sem er einn af hönnuðum Jack Nicklaus. Vellirnir voru hannaðir með stórmót í huga þegar hefur verið haldið mót á öðrum þeirra á PGA mótaröðinni. Mikið er lagt í alla hönnun og undirlag vallarins er með því betra sem þekkist í golfheiminum, m.a. var ræktað sérstakt tilbrigði af Bent grasi fyrir völlinn, til að tryggja að veðráttan hafi sem minnst áhrif á gæði vallarins.

Lokaniðurstaða: Frábært golfresort.

Verð frá kr. 99.000,- á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði og kvöldverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers