Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 79.900.-

Tilboð frá 15. nóvember til 15. febrúar 2017.

Bóka núna

Þú þarft ekki lengur að pakka tösku í tösku þegar þú ferðast með okkur til Minneapolis / Saint Paul. Ef þú bókar pakkaferð með Icelandair bíður þín falleg og rúmgóð ferðataska í Mall of America og hún er hlaðin tilboðum frá helstu verslunum borgarinnar. Fyrstu 200* sem bóka fá fría tösku.

Farþegar munu geta sótt töskuna sína í verslun House of Samsonite á fyrstu hæð. Þegar komið er að inngangi Macys er þessi búð á hægri gangi hægra megin beint á móti versluninni H&M. Ekki er hægt að skipta og fá aðra tösku en þá sem í boði er. Samsonite verslunin veitir 20% afslátt af öðrum vörum í versluninni til þeirra sem kaupa tilboðið. 

*Gildir fyrir 15 ára og eldri. 

Fjögur hótelanna bjóða einnig 4 nætur á verði 3ja í Minneapolis. Tilboðið gildir frá 15. nóvember til 15. febrúar 2017.  

Takmarkað magn er til af töskum svo fyrstur kemur fyrstur fær á þessu tilboði!


Tugmilljónir ferðamanna sækja borgina á hverju ári. Annars vegar er hún kraftmikil stórborg sem býður upp á allt það sem slíka staði getur prýtt og hins vegar er hún vingjarnleg og notaleg. Minneapolis sameinar ólík áhugamál í einum ferðahóp eða einum og sama ferðamanninum: gróskumikið leikhúslíf, stórkostlegar verslunarmiðstöðvar, úrvalsveitingastaði, náttúrufegurð í næsta nágrenni og margt fleira. Í miðborginni er göngugatan Nicolet Mall, við hana er að finna margar stórar verslunarmiðstöðvar eins og City Center en einnig aragrúa sérverslana. Í Minneapolis er Mall of America, stærsta yfirbyggða verslana- og afþreyingarmiðstöð Bandaríkjanna. Enginn söluskattur er á fatnaði og skóm í Minnesota. 

Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri. Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.Nánari upplýsingar um Minneapolis er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til Minneapolis fást á bilinu 4.200 til 6.720 Vildarpunktar 

 

 

Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 79.900.-*
Verð á mann í einbýli í 4 nætur frá kr. 95.300.-*
Verð á mann í þríbýli í 4 nætur frá kr. 73.900.-*
Verð á mann í fjórbýli í 4 nætur frá kr. 71.300.-*
Athugið að einungis eru 2 rúm í þriggja og fjögurra manna herbergjunum.

*Athugið að uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Athugið að uppfærsla á Saga Class gegn Vildarpunktum er ekki heimiluð í lægstu fargjaldaflokkum.

Takmarkað sætaframboð.

Best Western Dakota Ridge ***  4 nætur á verði 3ja
Best Western Plus Bloomington ***  4 nætur á verði 3ja
Radisson Blu Mall of America ****  4 nætur á verði 3ja
Holiday Inn Bloomington ***  4 nætur á verði 3ja

Holiday Inn Express and Suites Downtown ***
Radisson Mall of America ****

Flug
Gisting
Ferðataska
Morgunverður
Flugvallarskattar

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð. 

Skilmálar pakkaferða


Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna - APIS:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar

Denver 4 nætur á verði 3ja

Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 89.900

Tilboðið gildir frá 1. nóvember 2016 til 28. febrúar 2017 og aftur frá 1. október 2017.
Denver 4 nætur á verði 3ja