Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 89.900

Glasgow í jólabúningi dagana 23. - 26. nóvember 2017 með þeim Carolu og Gúddý.

Bóka núna

Glasgow í jólaskapi 23. - 26. nóvember 2017.

Hvernig væri nú að skella sér í skemmtilega aðventuferð til Glasgow. Borgin skartar sínu
fegursta á þessum árstíma, komin í fallegan jólabúning og er George Square í aðalhlutverki
með sín jólaljós, skautasvelli og hringekjur.

Við kíkjum inn á elstu kránna í Glasgow, skellum okkur til Edinborgar sem hýsir einn stærsta
jólamarkað Skotlands. Auðvitað lítum við aðeins í búðir og þá sérstaklega á föstudeginum,
en þá er svokallaður black Friday og eru verslanir með alvöru afslætti og tilboð á vörum
sínum þennan dag.

En umfram allt ætlum við að hafa gaman og njóta alls þess góða sem Glasgow hefur upp á
að bjóða svona rétt fyrir jólin.  Hótelið okkar, Ibis Styles gæti ekki verið betur staðsett, eða við George Square, í hjarta borgarinnar með allar helstu verslanir, veitingastaði og krár allt um kring.
Þessi ferð er sniðin fyrir alla, konur og karla sem vilja borða góðan mat og gleðjast í góðum
félagsskap.


Glasgow í jólabúningi dagana 23. - 26. nóvember 2017 með þeim Carolu og Gúddý.  Hótelið sem er í boði í þessari ferð er IBIS Styles Glasgow Centre George Square Hotel sem er vel staðsett 3ja stjörnu hótel í miðborginni.

Ef frekari fyrirspurnir vakna þá vinsamlega sendið á guddy@sial.is.


Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. 

Nánari upplýsingar um Glasgow er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til Glasgow fást á bilinu 3.000 til 4.800 Vildarpunktar

3ja nátta ferð - 23. - 26. nóvember
Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 89.900.-*
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 111.700.-*

Lágmarksþátttaka 20 manns.

23 .nóvember  – fimmtudagur
Flogið með FI430 til Glasgow,brottför kl:07.35 frá Keflavík og lent í Glasgow kl:09.40. Eftir að við höfum tékkað okkur inn á Ibis hótelið, löbbum við einn hring saman og kynnum okkur nágrenni hótelsins. Fyrir þá sem vilja heimsækjum við eina elstu krá Glasgow.

24. nóvember  – föstudagur
Þessi dagur er aveg frjáls til að kíkja á söfnin, kaffihúsin eða verslanirnar. Í dag eru ofurtilboð nánast í hverri verslun, þar sem þetta er black Friday og þá er veittur mikill afsláttur, og hægt að gera mjög góð kaup.  Um kvöldið förum við svo út að borða saman á skemmtilegan ítalskan stað.

25. nóvember - laugardagur
Eftir staðgóðan morgunverð eða klukkan 09.00 skellum við okkur til Edinborgar. Það tekur um klukkustund að keyra þangað, við tökum tveggja klukkustunda rúnt um borgina. Borðum svo hádegismat saman, síðan er farið á jólamarkaðinn í Edinborg, en hann er mjög stór og skemmtilegur. Fyrir þá sem ekki vilja gefa sér góðan tíma á jólamarkaðinum, er í boði að fara í visky smökkun, enda skotar þekktir fyrir sitt góða visky. Áætluð heimkoma á Ibis hótelið í Glasgow er um 17.00.

Athugið þessi ferð verður eingöngu farin ef lágmarksþáttaka næst. Fararstjórar munu senda farþegum tölvupósta og kanna þáttöku þegar nær dregur.

26. nóvember - sunnudagur
Heimferðardagur. Flogið er heim með FI431 kl: 13.20 og áætluð lending í Keflavík um kl:15.40

Athugið að öll dagskrá er valfrjáls, rútur til og frá flugvelli, Edinborgarferð og kvöldmatur eru ekki innifalin í verði.

Flug
Gisting í 3 nætur
Morgunverður
Flugvallarskattar
Íslensk fararstjórn

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða

Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)


Æskuvinkonurnar Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý) eru báðar fæddar á því góða ári 1961. Gúddý er lærð hárgreiðslukona og ferðafræðingur. Carola starfar sem tannsmiður auk þess sem hún talar inn á teiknimyndir.

Carola er einnig þekkt fyrir að hafa gert símahrekki á Bylgjunni hér á árum áður.
Þær vinkonur eru miklar félagsverur sem hafa afskaplega gaman af lífinu og má segja, að hlátur grín og gleði einkenni þessar góðu konur sem leiða hópa okkar til Glasgow og Birmingham þetta árið. En þær hafa verið fararstjórar í Glasgow undanfarin tíu ár og þekkja vel þar til.

Svipaðir pakkar

Old Car á Daytona - UPPSELT

Verð á mann í tvíbýli í 7 daga frá kr.179.900.-

Uppselt er í þessar ferðir. Fararstjóri er Sigurður Lárusson.
Old Car á Daytona - UPPSELT