Verð á mann í tvíbýli frá kr. 139.000

Kempinski Hotel Das Tirol með GB Ferðum

Bóka núna

GB Ferðir verða með þrjár ferðir til Kitzbühel næsta vetur. Gist verður á Kempinski Hotel das Tirol. Hótelið hefur slegið í gegn síðustu þrjá vetur enda það besta á svæðinu. Kempinski Hotel das Tirol er "ski in ski out" hótel.

Kempinski Hotel Das Tirol er glæsilegasta 5 stjörnu skíðahótel sem GB Ferðir hafa verið með í sölu. Hótelið er gríðarlega vel útbúið með risastóru lobby svæði, þar sem er m.a. skíðaverslun  og skíðaleiga, lounge svæði, kaffihús, leikherbergi og skíðageymsla. Að auki er einn virtasti skíðaskóli Tirol staðsettur á hótelinu. Í lok hvers dags eru fríar „Aprés“ veitingar fyrir hótelgesti.  Herbergin á hótelinu er mjög fallega og hlýlega innréttuð og smekkleg. Stærðin er góð eða að lágmarki 37 fm. og nóg skápapláss og snagar fyrir útifatnaðinn. Sloppar og inniskór eru inni á öllum herbergjum.

Heilsulind hótelsins er 3.200 fm. Þar er allt sem hugurinn girnist. Taka má lyftu beint í heilsulindina og því óþarfi að ganga í gegnum lobbý hótelsins á sloppnum. Í heilsulindinni er inni og útisundlaug og heitur pottur úti og eru börn velkomin þar í fylgd með fullorðnum á opnunartíma, en sum svæði í heilsulindinni eru einungis ætluð fullorðnum.  Á hótelinu er starfræktur krakkaklúbbur og barnapössum. Það kostar ekkert aukalega að fá pössun fyrir börnin (frá 3 ára) sem er mikils virði  fyrir barnafjölskyldur. Þannig geta krakkarnir verið í leikherberginu, með gæslu ef þess er þörf, ef foreldrarnir vilja eiga rólega stund á góðum veitingastað eða fara í bæinn eftir skíði.Nánar um ferðirnar hér

Flug með Icelandair til München, flugvallarskattar og aukagjöld,  gisting í 4 nætur á Kempinski Hotel Das Tyrol, morgunverður,  aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Svipaðir pakkar