Verð á mann í tvíbýli frá kr. 410.000,-

Aspen með Icelandair og GB ferðum.

Bóka núna

Aspen/Snowmass  er líklega þekktasta skíðasvæði Norður Ameríku, ekki síst vegna þess að ríka og fræga fólkið heldur þar gjarnan til.  Hitt er þó mikilvægara að í Aspen eru bestu fjöll sem að völ er á og flóra veitingastaða, verslana og listagallería er með ólíkindum.  Í dag eru yfir 120 veitingastaðir í bænum. The Limlight Hotel, er nýtt hótel í hjarta bæjarins.  Þaðan er stutt i verslanir, veingastaði og fjallið.


"Aspen er allt í senn venjulegur og upprunalegur bær með mikinn sjarma, gríðarlegt úrval veitingastaða af öllum tegundum auk verslana allt frá Prada og Ralph Lauren niður í J Crew og Gap og talsvert næturlíf. Eftir hnédjúpan púðurmorgun í Aspen Mountain er hádegisverður á fremur uppsköluðum veitingastað, Ajax Tavern. Ilmur af trufflusveppum í salnum er kunnuglegur enda einn þekktasti réttur staðarins parmesan og trufflubaðaðar franskar kartöflur. Matseðillinn er dæmigerður fyrir hádegisstaði af betri tegundinni, ostrur, steikur, hamborgarar og vínseðill í hæsta klassa. Einn stærsti kosturinn við Klettafjöllin í Bandaríkjunum er snjórinn og þá nánar tiltekið s.k. púðursnjór. Þess skal þó getið að troðnar brautir eru að sjálfsögðu einnig í boði í öllum flokkum. Fyrir byrjendur er afar hentugt að taka fyrstu skrefin í mjúkum snjó en undirritaður hefur aldrei náð að upplifa hart færi í Klettafjöllunum. Besti tíminn til að upplifa púðursnjó, eða léttari útgáfuna ,,kampavínspúður“, er seinnihluta janúar auk febrúar þó reyndar snjói einnig mikið í mars sem þó er sólríkari." Arnar SigurðssonAllar nánari upplýsingar um ferðina er að finna hjá GB Ferðum.

Flug með Icelandair til Denver
Flugvallaskattar og önnur gjöld
Hótelgisting í 8 nætur
Morgunmatur
Aðgengi að heilsulind hótelsins

Svipaðir pakkar