Á mann í tvíbýli kr. 81.900

Skemmtiferð til Birmingham fyrir konur 17. - 20. nóvember 2017 með Carolu og Gúddý.

Bóka núna

Skemmtiferð til Birmingham fyrir konur 17. - 20. nóvember 2017. 

Maddama Kerling til Birmingham.

Maddama kerling setur á sig nýjan varalit og býður öllum konum, vinkonum, systrum ,frænkum, mæðgum, saumaklúbbum eða kvennfélögum að slást í hópinn með sér í skemmti- og verslunarferð til Birmingham í byrjun aðventunnar. Í Birmingham sem skartar sínum fegurstu jólaljósum á þessum tíma er að finna stærsta jólamarkað Bretlands. Hann ætlum við að kanna vel, anda að okkur yndislegum jólailmi, dreypa á krydduðu jólaglöggi og syngja með innfæddum. Tilvalið er að fara í Bullring, eina stærstu verslunarmiðstöð í Bretlandi. Þar er að finna um 30 veitingastaði og 160 verslanir á borð við HM, Victorias Secret, Hollister, Yours (sem selur æðisleg föt í stærri stærðum) Forever 21 og fl og fl... Áttu ekki skilið að hlæja, borða góðan mat, versla og skemmta þér í hópi góðra kvenna? Ef svo, þá er þetta ferðin fyrir þig.

Hlökkum til að hafa þig með!

Ef frekari fyrirspurnir vakna þá vinsamlega sendið á guddy@sial.is.

Athugið: 
Í boði er að kaupa aukanótt og fara þá degi fyrr, eða 16. nóvember. Þá er ekki innifalinn akstur frá flugvelli í Birmingham á hótel 16. nóvember. Til að fá 3ja nátta ferðina þarf að breyta dagsetningunni í 17. nóvember á bókunarvélinni. 

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.


Fyrir pakkabókun til Birmingham fást á bilinu 3.000 til 4.800 Vildarpunktar

Verð á mann í tvíbýli kr. 81.900.-
Verð á mann í einbýli kr. 98.900.-


Lágmarksþátttaka 20 manns.

17. nóvember - föstudagur
Flogið með FI494 til Birmingham,brottför kl. 07:50 frá Keflavík og lent í Birmingham kl. 10:25. Eftir að við höfum tékkað okkur inn á hótel, löbbum við einn hring og kynnum okkur nágrenni hótelsins.

18. nóvember - laugardagur
Eftir góðan morgunverð ætlum við að nota þennan dag til að skoða stærsta jólamarkað Bretlands. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða allt handverkið, smakka á mat og drykk sem tengir okkur við jólin og margt fleira.  Um kvöldið förum við svo allar saman út að borða.

19. nóvember - sunnudagur
Alveg frjáls dagur, til að skoða sig um í borginni, kíkja í verslanir eða Bullring stærstu verslunarmiðstöð Bretlands, þar eru sko allar verslanirnar undir einu þaki.
Um kvöldið förum við svo saman út að borða.
 
20. nóvember - mánudagur
Heimferðardagur rúta fer frá hóteli kl. 10:00, flogið heim með FI495 kl. 12:25 og áætluð lending í Keflavík um kl. 15:10.

Athugið: 
Í boði er að kaupa aukanótt og fara þá degi fyrr, eða 16. nóvember. Þá er ekki innifalinn akstur frá flugvelli í Birmingham á hótel 16. nóvember. Til að fá 3ja nátta ferðina þarf að breyta dagsetningunni í 17. nóvember á bókunarvélinni. 


Flug
Gisting í 3 nætur á Penta Hotel Birmingham ***
Morgunverður
Flugvallarskattar
Akstur til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn Carola og Gúddý


Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð. 

Skilmálar pakkaferða

Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)


Æskuvinkonurnar Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý) eru báðar fæddar á því góða ári 1961. Gúddý er lærð hárgreiðslukona og ferðafræðingur. Carola starfar sem tannsmiður auk þess sem hún talar inn á teiknimyndir.

Carola er einnig þekkt fyrir að hafa gert símahrekki á Bylgjunni hér á árum áður.
Þær vinkonur eru miklar félagsverur sem hafa afskaplega gaman af lífinu og má segja, að hlátur grín og gleði einkenni þessar góðu konur sem leiða hópa okkar til Glasgow og Birmingham þetta árið. En þær hafa verið fararstjórar í Glasgow undanfarin tíu ár og þekkja vel þar til.

Svipaðir pakkar

St. Pétursborg í ágúst

Á mann í tvíbýli kr. 87.900

Frábær 5 nátta skemmtun í St. Pétursborg dagana 16. - 21. ágúst 2017. Fararstjóri er Pétur Óli Pétursson.
St. Pétursborg í ágúst

Glasgow í jólabúningi

Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 89.900

Glasgow í jólabúningi dagana 23. - 26. nóvember 2017 með þeim Carolu og Gúddý.
Glasgow í jólabúningi