Haust 2017

Mannings Heath með GB Ferðum

Það eru tveir golfvellir á Mannings Heath. Waterfall course (18 holur) og Kingfisher (9 holur). Vellirnir eru á 500 ekru skógi vaxinni landareign. Waterfall völlurinn sem er frá árinu 1905 og er rúmlega 6.100 metrar. Mikill hæðarmunur er á vellinum og einnig reynir mjög á nákvæmni í höggum. Völlurinn hefur verið valinn einn af 100 bestu völlum Englands. Kingfisher völlurinn er frá árinu 1996. Völlurinn sem nýlega varð 9 holur völlur sökum þess að eigandinn tók land undir víntækt, situr ofar í landinu og því er þaðan mjög fallegt útsýni.

South Lodge Hotel er fimm stjörnu sveitahótel í 10 mín akstursfjarlægð frá Mannings Heath Golf Club. Hótelið er glæsilegt í alla staði og er afar hlýlegt og smekklega innréttað. Á hótelinu eru tveir virkilega góðir veitingastaðir, the Camilia og the Pass sem skartar Michelin stjörnu. Þar er einnig bar sem er opinn allan sólarhringinn. Hótelið stendur á virðulegri 93 ekru landareign. Akstursþjónusta er í boði fyrir þá sem vilja spila golfvellina tvo.
Þá er einnig hægt að gista í Fullers Cottage, sem er staðsett við hlið klúbbhússins. Húsið sem rúmar 11 gesti. Allur aðbúnaður og þjónusta er mjög góð í húsinu. Þar er geymsla fyrir golfkylfur, frítt þráðlaust net, sjónvarp, dvd spilari og garður fylgir húsinu. Veitingastaður er í klúbbhúsinu og bar, auk þess sem þar eru búningsklefar og gufubað, sem er í boði fyrir þá sem gista í Fullers Cottage.

Lokaniðurstaða: Stórgóðir golfvelllir, gæðahótel og þjónusta, stutt frá flugvelli. Nýtist þeim sem vilja fá sem mest út úr styttri ferð.

Verð kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug með Icelandair til Gatwick, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsettinu, gisting í 3 nætur með morgunverði og 4x18 holur.Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers