Haust 2017

Marriott Hanbury Manor með GB Ferðum.

Helgarferð á Marriott Hanbury Manor svíkur engan enda um að ræða eitt besta golfhótel Englands. Þetta margverðlaunaða 5-stjörnu hótel sameinar glæsigistingu við einstaka upplifun í þjónustu og mat. Slappaðu af í heilsulindinni þar sem þú getur valið um 100 mismunandi slökunarmeðferðir og snyrtiþjónustu eða taktu sundsprett í rómönsku sundlauginni. Marriot Hanbury Manor hefur margsinnis haldið Opna enska meistaramótið og er völlurinn talinn einn sá allra besti á Englandi. Völlurinn er parkland völlur, hannaður af Harry Vardon, en var endurhannaður árið 1980 af Jack Nicklaus II. Hringur á þessum velli er svo sannarlega eftirminnilegur.

Verð frá kr. 109.000 

Innifalið: Flug með sköttum, flutningur á golfsetti, 3 nætur með morgunverði, 3 rétta kvöldverði & 4x 18 holu golfhringir og aðgengi að heilsulind hótelsins.

Allar nánari upplýsingar á vef GB Ferða

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers