Haust 2017

Marriott Lingfield Park með GB Ferðum

Lingfield Park Marriot Hotel & Country Club er frábær áfangastaður fyrir golfara. Hótelið opnaði  í maí 2010 og samhliða því  var tekið í notkun nýtt klúbbhús með búningsaðstöðu, golfbar og mjög gott æfingasvæði.  Um er að ræða fimm stjörnu hótel, með mjög góðum 18 holu golfvelli á landareigninni.Völlurinn er frá árinu 1987 og liggur á 200 ekru landareign í Surrey. Völlurinn er krefjandi og fjölbreyttur, par 72 og er rúmlega 5900 metrar að lengd. Talsverður munur er á fremstu og öftustu teigum, til að mæta þörfum golfara af öllum getustigum. Í þrjú ár í röð hefur Surrey PGA Open verði haldið á vellinum, síðast í ágúst 2011.  Aftan við hótelið er einnig veðhlaupabraut, þar sem haldnar eru veðreiðar nánast alla laugardaga árið um kring. Veðhlaupabrautin er sú eina á London svæðinu, sem er nýtt allt árið um kring og því eru mjög skemmtilegir viðburðir þar, sem trekkja að og skapast skemmtileg stemning. Þetta býður upp á ýmsa möguleika, t.d. fyrir hópa.
Á hótelinu er Spa og einnig mjög góðir veitingastaðir, Cyprium Bar and Grill og The Trackside Restaurant. Þá er bar í móttökunni og golfbar, svo eitthvað sé nefnt. Auðvelt er að fara inn til London með lest, sem gengur frá Lingfield (1,1 km) og tekur um 1 klst. alla leið inn í miðborg London.

Lokaniðurstaða
: Flott hótel nálægt flugvelli, rúmgóð herbergi, gott æfingasvæði og flottur 18 holu völlur.

Verð frá
kr. 89.000,- á mann í tvíbýli.

Innifalið
: Flug, flugvallarskattar, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, kvöldverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers