Haust 2017

Meldrum House, Aberdeen með GB Ferðum

Meldrum House er nýjasta golfhótel GB Ferða í Skotlandi. Í framhaldi af beinu flugi Icelandair til Aberdeen hefur þetta golfsvæði opnast fyrir íslenska kylfinga. GB Ferðir bjóða pakka á Meldrum House, sem er huggulegt resort hótel með góðum 18 holu golfvelli.

Umsögn: 
"Meldrum House kom mér þægilega á óvart. Virðulegt og fallegt golfhótel þar sem haldið er í hefðirnar. Ég átti afar ánægjulega upplifun af hótelinu og ekki síst af hótelbarnum sem er einkar eftirminnilegur. Hótelherbergin eru stór, rúmgóð og þjónustan fyrirtaks. Maturinn hótelinu jafnframt með þeim betri sem ég hef fengið á breskum golfsvæðum."
Jón Júlíus Karlsson, Markaðs- og skrifstofustjóri, Golfklúbburinn Oddur.

Á Aberdeen svæðinu eru fleiri frábærir strandvellir og má þar nefna Royal Aberdeen, Murcar Links og Cruden Bay. Vinsældir golfsvæðisins hafa stóraukist með tilkomu Trump International Golf Links og því upplifa sífellt fleiri kylfingar þann munað að leika á frábærum, rótgrónum og klassískum strandvöllum þar sem haldið er í hefðirnar. Það er mikil upplifun að leika golf á Aberdeen svæðinu. Aberdeen er svo sannarlega innan seilingar fyrir okkur Íslendinga - hreinlega of stutt frá til að láta þessa golfperlu framhjá okkur fara.


Verð frá kr. 109.000 á mann í tvíbýli. 

Innifalið:
 Flug með sköttum, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Allar nánari upplýsingar fást hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers