Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 69.900

Borgarferðir til Montreal á tímabilinu 1. júní - 30. september 2017.

Bóka núna

Montréal er í Quebec fylki í Kanada, en það er höfuðvígi frönskumælandi Kanada þar sem um mikill meirihluti íbúanna hefur frönsku að móðurmáli. Enska er einnig opinbert tungumál og er töluð hvar sem komið er.

Fjölbreytt afþreying í Montréal
Það er margt hægt að gera í Montréal. Borgin var til dæmis valin á lista hönnunarborga UNESCO árið 2006 og þykir skara fram úr þegar kemur að því að hvetja íbúa til virkrar þátttöku í hönnun nærumhverfis síns.

Við mælum með að heimsækja CCA safnið (The Canadian Centre for Architecture) þar sem bæði safnkostur, tímabundnar sýningar og byggingar eru skýr dæmi um vægi hönnunar í borginni.

Ein besta leiðin til að kynnast borginni er á hjóli. Fjölmörg fyrirtæki leigja út hjól og bjóða upp á skipulagðar ferðir.

Verslun, söfn og merkir staðir
Hægt er að versla bæði ofan- og neðanjarðar í Montréal og margir hafa heyrt um neðanjarðargöngugöturnar sem eru um 32 km á 12 km2 svæði. Það er af mörgu að taka þegar kemur að verslun og hægt er að nefna L’avenue du Mont Royal og Bonsecours-markaðinn, en verslunarunnendur ættu að geta fundið flest milli himins og jarðar á þessum tveimur stöðum.

Þeir sem hafa áhuga á kanadískri sögu og menningu ættu að heimsækja The Château Ramezay safnið þar sem allir safngripir tengjast sögu og uppbyggingu Kanada á einhvern hátt. Sjálft húsið var byggt á 18. öld og var heimili fyrirmenna.

Eins má nefna Notre Dame basilíkuna, byggða í gotneskum stíl, sem er fagurlega skreytt og litfögur og enginn eftirbátur nöfnu sinnar í París.

Mannlíf og menning í Montréal
Mannlífið blómstrar á götum og strætum Montréal á sumrin, þá ekki síst í gömlu Montréal (Old Montréal). Þú getur heimsótt matarmarkaði, hlýtt á götulistamenn og notið þess að fylgjast með fólki á fjölbreyttum kaffihúsum. Götulist Montréal á sér líka marga aðdáendur og auðvelt er að eyða degi í að leita uppi listaverk götunnar. Tónlistarunnendur þekkja einnig margir hljómsveitina Arcade Fire, sem kemur einmitt frá borginni.

Gott að vita
•Flugvöllurinn heitir Montréal-Trudeau (YUL) og er 20 km frá miðbæ borgarinnar.
•Samgöngur í borginni eru ágætar og rekið er neðanjarðarlestarkerfi, sem er ódýr og þægilegur kostur fyrir gesti.
•Icelandair flýgur til Montréal fjórum sinnum í viku frá maí fram í október, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
 Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. 

Nánari upplýsingar um Vancouver má finna hér.

Fyrir pakkabókun til Vancouver fást á bilinu 5.400 til 8.640 Vildarpunktar. 
 

 
Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 69.900.-*
Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 86.100.-*
Verð á mann í þríbýli í 2 nætur frá kr. 64.640-*
Verð á mann í fjórbýli í 2 nætur frá kr. 62.300.-*
Athugið að einungis eru 2 rúm í þriggja og fjögurra manna herbergjunum.

*Athugið að uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Athugið að uppfærsla á Saga Class gegn Vildarpunktum er ekki heimiluð í lægstu fargjaldaflokkum.

Takmarkað sætaframboð.

Flug
Gisting
Flugvallarskattar

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða

Svipaðir pakkar

Vancouver

Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá 88.900

Borgarferðir til Vancouver á tímabilinu 2. maí - 24. október 2017.
Vancouver

Manchester

Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 44.900

Borgarferðir til Manchester á tímabilinu 1. maí - 8. desember 2017.
Manchester

Kaupmannahöfn

Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 44.900

Borgarferðir til Kaupmannahafnar á tímabilinu 1. september 2017 - 31. mars 2018.
Kaupmannahöfn