Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 97.900

Borgarferðir til New Jersey á tímabilinu 1. febrúar 2017 - 1. febrúar 2018.

Bóka núna

Til New Jersey er margt að sækja og fjölmargir menningarheimar mætast hjá þessum nágranna New York fylkis.

New Jersey er kannski ekki jafn nafntogað og New York, en það gæti komið á óvart hversu margt er þangað að sækja. Heimamenn segja að útsýnið frá Jersey City og yfir til Manhattan sé engu líkt, enda er borgin Jersey City steinsnar frá Manhattan eyju. Standi hugurinn yfir landamæri fylkjanna tveggja er því hægt um vik að komast þangað hvort sem er með lest eða ferjunni sem gengur oft á dag.


HIN BANDARÍSKA ÆGISSÍÐA
Fátt er jafn einkennandi fyrir New Jersey og skemmtigöngustígarnir meðfram ströndinni sem eru gerðir úr viðarplönkum og kallaðir ,,boardwalks". Strandlengja fylkisins er yfir 200 km löng og er því úr fjölmörgum stöðum að velja fyrir þá sem þrá huggulegan göngutúr meðfram sjávarsíðunni.


Fyrir þá sem þyrstir í borgarferð á nýjum stað er óhætt að mæla með Jersey City, en þar er ríkulegt úrval veitingastaða, safna og leikhúsa, svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldur geta líka dregið andann í borginni, en mikill fjöldi grænna svæða er innan borgarmarkanna og því leikur einn að blanda saman hefðbundinni borgarferð og fjölskyldufríi, þar sem leikur og ljúfar stundir renna saman.


Verslun
Enginn söluskattur er af fötum í New Jersey svo hægt er að gera mjög góð kaup í fjölda verslunarmiðstöðva þar eins og Short Hills, Westfield Garden State Plaza og Cherry Hill Mall.


GOTT AÐ VITA    
Þeir sem vilja sækja New Jersey heim geta tekið flugið beint í fylkið sjálft, en Icelandair flýgur nú beint til Newark flugvallar. Þaðan geta ferðalangar farið ýmist áfram til Manhattan, sem er í 22 km fjarlægð, eða leyft forvitninni að ráða för og skoðað sig um í garðfylkinu.

Ferja frá New Jersey til Manhattan

Lest frá New Jersey til Manhattan 


Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Nánari upplýsingar um New York er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til New Jersey fást á bilinu 4.200 til 6.720 Vildarpunktar


Góð síða þar sem hægt er að panta tónleikamiða www.livenation.com
Afsláttarbók Chelsea Premium Outlets

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 97.900.-*
Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 137.200.-*
Verð á mann í þríbýli í 2 nætur frá kr. 87.867.-*
Verð á mann í fjórbýli í 2 nætur frá kr. 82.950.-*
Athugið að einungis eru 2 rúm í 3ja og 4ra manna herbergjunum.


*Athugið að uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Athugið að uppfærsla á Saga Class gegn Vildarpunktum er ekki heimiluð í lægstu fargjaldaflokkum.

Takmarkað sætaframboð.

Flug
Gisting
Flugvallarskattar

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða

Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna - APIS:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar

Philadelphia

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 74.100.-

Borgarferðir til Philadelphia frá 30. maí til 20. september 2017.
Philadelphia

Vancouver

Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá 88.900

Borgarferðir til Vancouver á tímabilinu 2. maí - 24. október 2017.
Vancouver

Minneapolis

Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 73.700

Borgarferðir til Minneapolis á tímabilinu 1. febrúar 2017 til 1. febrúar 2018.
Minneapolis