Verð á mann í tvíbýli frá kr. 299.000

Skíðaferð með Icelandair og GB ferðum um páskana

Bóka núna

Aspen, Colorado er eitt besta skíðasvæði heims. Í Aspen getur fólk gengið að því vísu að skíða í frábærum snjó og góðu veðri. Í Aspen finnur þú glæsilega veitingastaði, hátískubúðir frá París, London og Milano. Gist verður á svítuhótelinu Aspen Meadows en svíturnar eru þær stærstu í Aspen (40-90 fermetrar).  Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar. Öll fjölskyldan getur gist í svítunum, með því að fá aukarúm. Einnig verður hægt að fá stærri íbúðir 1 og 2 bedroom svítur fyrir aukagjald

Aspen er í hugum margra eins og Mekka skíðamannsins. Það sem greinir Aspen frá öðrum skíðasvæðum er hve hátt staðurinn er yfir sjávarmáli sem gerir það að verkum að nánast alltaf er skíðað í púðursnjó. Við viljum að okkar viðskiptavinir gisti í bænum Aspen en ekki í einhverjum nágrannabæjanna. Gistingin verður þá örlítið dýrari en veitir fólki mun meiri ánægju. Fjögur risastór skíðasvæði eru í Aspen og þangað fara menn ekki fyrir minna en 8-10 daga dvöl.

Svipaðir pakkar

Páskaferð til Vail

Verð á mann í tvíbýli frá kr. 390.000.-

Skíðaferð með Icelandair og GB Ferðum um páskana
Páskaferð til Vail