Verð á mann í tvíbýli frá kr. 390.000.-

Skíðaferð með Icelandair og GB Ferðum um páskana

Bóka núna

Vail er stærsta skíðasvæði Norður Ameríku og af mörgum talið það besta. Í Páskaferðinni okkar verður gist á stórgóðu hóteli, Vail Marriott Mountain Resort. Hótelið er vel útbúið og í 4 mínútna göngufæri frá Eagle Bahn lyftunni. Þú þarf ekki einu sinni að halda á skíðunum þínum að lyftunni því hótelið er með svokallað "Ski Valet". Skíðin bíða þín við lyftuna á hverjum morgni.  Í lok dags skilar þú skíðunum þínum á sama stað og þú ert frjáls ferða þinna í bænum. Stærð skíðasvæðisins er með ólíkindum eða 2.200 hektarar. Vail býður uppá stærsta flatarmál troðins skíðasvæðis í heiminum ásamt því að "Back Bowls" opnar nýjan heim fyrir þá sem vilja kanna ótroðnar slóðir. Skíðapassinn gildir ekki eingöngu í Vail heldur einnig í Breckenridge, Beaver Creek og Keystone. Fríar ferðir eru á milli fjallabæjanna alla morgna.

Svipaðir pakkar

Páskaferð til Aspen

Verð á mann í tvíbýli frá kr. 299.000

Skíðaferð með Icelandair og GB ferðum um páskana
Páskaferð til Aspen