Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 74.100.-

Borgarferðir til Philadelphia frá 30. maí til 20. september 2017.

Bóka núna

Philadelphia er stærsta borg Pennsylvania-fylkis og sögulega mjög mikilvæg. Borgin, sem er á austurströnd Bandaríkjanna, er sú fimmta stærsta í Bandaríkjunum og hefur margt að bjóða nútímaferðamönnum. Borgin gegndi mikilvægu hlutverki í Bandaríska frelsisstríðinu og voru bæði sjálfstæðisyfirlýsingin og stjórnarskráin undirrituð í Philadelphia, eða Philly eins og borgin er oft kölluð. Ef sagnfræði og ástríða fyrir mikilvægum skjölum eiga upp á pallborðið hjá þér ætti þessi áfangastaður að hitta beint í mark. Það er lítið mál að fara í ferðalag aftur í tímann með því að heimsækja réttu staðina, eins og til dæmis Liberty Bell, The Independence National Historical Park, The Independence Hall og Valley Forge National Historical Park, þar sem þú færð sögu – og útiveru – í dágóðum skömmtum.

Philadelphia er á milli New York og Washington og tekur um eina og hálfa klukkustund með lest til New York og um 2 klukkustundir með lest til Washington. Frá flugvelli inn í miðborg er um 25 mín. keyrsla. Skipulagið á borginni er mjög gott og auðvelt að komast á milli staða. Tax free er af fötum og skóm svo hagstætt er að versla í borginni. 

Góðar upplýsingar um PhiladelphiaNánari upplýsingar um Philadelphia er að finna hér.
Fyrir pakkabókun til Philadelphia fást á bilinu 4.200 til 6.720 Vildarpunktar.

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 74.100
Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 93.600

Flug
Gisting
Flugvallarskattar

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð. 

Skilmálar pakkaferða

Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna - APIS:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar

Minneapolis

Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 73.700

Borgarferðir til Minneapolis á tímabilinu 1. febrúar 2017 til 1. febrúar 2018.
Minneapolis

Vancouver

Á mann í tvíbýli í 3 nætur frá 88.900

Borgarferðir til Vancouver á tímabilinu 2. maí - 24. október 2017.
Vancouver

Montreal

Á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 69.900

Borgarferðir til Montreal á tímabilinu 1. júní - 30. september 2017.
Montreal