Haust 2017

Nýr áfangastaður GB Ferða

The Grove er eitt glæsilegasta golfvallarhótel Englands. Hótelið er norðan við London, 30 mínútur frá miðborginni. Völlurinn er ekki af lakari endanum, hannaður af Kyle Phillips. Hótelið er 10 ára gamalt. Byggingin, sem er frá 18.öld, var keypt árið 1996 af Ralph Trustees, sem eiga Athenaeum hótelið á Piccadilly í London. Staðsetning hótelsins er fullkomin, aðeins 20 mínútur frá Heathrow flugvelli og 30 mínútur frá miðborg Lundúna. Á hótelinu er 3 veitingastaðir, 3 barir, tvær sundlaugar, fjöldinn allur af fundarherbergjum, veislusalur fyrir 500 manns, fullkomin líkamsræktarsalur og lúxus heilsulind “Sequuoa Spa”. Garðarnir á landareigninni innihalda fjöldan allan af plöntum, tennisvelli, lendingarsvæði fyrir þyrlur.  45.000 tjám hefur verið plantað fyrir á landareigninni.

Umsögn:
"The Grove er enn eitt meistarastykkið hjá Kyle Phillips. Völlurinn er algjört augnkonfekt, einstklega vel byggður og vel hirtur allan ársins hring. Kyle Philips hefur tekist einstklega vel til að byggja resort völl, sem er krefjandi en ekki of erfiður sé hann spilaður af skynsemi. Til að spila völlinn vel þarf leikskipulaga að vera í lagi. Hér eru glompur á erfiðum stöðum og innáhöggin þurfa að vera nákvæm. Flatirnar eru hraðar og gefa flötunum á Kingsbarns lítið eftir.“
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir

Verð frá kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, kvöldverði öll kvöldin, 3x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000,- á dag

Allar nánari upplýsingar fást hjá GB Ferðum

Svipaðir pakkar

Icelandair Golfers

www.icelandairgolfers.is

Icelandair er fyrsta flugfélag í heimi sem stofnar sérstakan klúbb, Icelandair Golfers, fyrir kylfinga í þeim tilgangi að auðvelda þeim að leggja stund á íþrótt sína á völlum erlendis.
Icelandair Golfers