Verð á mann í tvíbýli frá kr. 260.000

Frábær skíðaferð með Icelandair og GB ferðum

Bóka núna

Vail er stærsta skíðasvæði Norður Ameríku og af mörgum talið það besta. Sitzmark hótelið er notalegt og vel staðsett hótel í Vail Village. Hótelið er vel útbúið og í 4 mínútna göngufæri frá One lyftunni. Stærð skíðasvæðisins er með ólíkindum eða 2.200 hektarar. Vail býður uppá stærsta flatarmál troðins skíðasvæðis í heiminum ásamt því að "Back Bowls" opnar nýjan heim fyrir þá sem vilja kanna ótroðnar slóðir.

Ummæli viðskiptavina:

„Vail er sannarlega flottur staður til að skíða á. Hef verið í Leech og mikið í Selva sem verður að teljast með betri skíðasvæðum í Evrópu. Verð samt að setja Vail í sérflokk, ótrúlega glæsilegt og fjölbreytt svæði fyrir skíði og bretti.“
-    Ólafur Sveinsson

„Að baki er frábær ferð til Vail, Colorado. Þetta svæði er hreint frábært. Veðursældin, færið, fjölbreytileikinn og umhverfið. Allt fyrsta flokks. Takk fyrir aðstoðina við að gera þessa ferð að því sem hún varð.“
-    Þorsteinn Sverrisson, Natfish

„Orð eins og “fullkomnun” og “meiriháttar” lýsa best skíðasvæðinu, þó því verði sennilega aldrei lýst með orðum frekar en öðrum meistaraverkum. í Vail fara saman magn og gæði, a.m.k. mælt í skíðabrekkum. Nýjasti veitingastaðurinn í fjallinu heitir því hógværa nafni „10“ og er í miðri brekku. Glæsilegri veitingastað er vart að finna á skíðastað. Verð á réttum á bilinu $12-$39 verður að teljast hóflegt a.m.k. á íslenskan mælikvarða. ”
-    Arnar Sigurðsson


Nánar um ferðina hér

Flug með Icelandair til Denver
Flugvallaskattar og önnur gjöld
Hótelgisting í 8 nætur ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins

Athugið að í boði er að kaupa forfallagjald.

Munið ferðaávísunina frá Master Card.

Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.

Takmarkað sætaframboð.

Skilmálar pakkaferða


Ferðaheimild til Bandaríkjanna - ESTA

Vegabréf til Bandaríkjanna:

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.

Svipaðir pakkar