Ferðaminningaleiknum er lokið

Icelandair þakkar þátttökuna og allar þær skemmtilegu ferðaminningar sem bárust. Hér á síðunni má sjá allar ferðaminningarnar og einnig þær sem hlutu vinning.

 
Gautaborg
 
Gautaborg

Umsögn frá:
Fjóla Björg Ragnarsdóttir

Uppáhaldsborg:
Gautaborg

Ferðaminning mín:
Ég fór til Svíþjóðar 24 ágúst 2011. Þetta var kannski ekki besta ferð lífs míns þar sem tilgangurinn var ekki skemmtun heldur stór hjartaaðgerð. Ég var nýkomin heim úr útskriftaferð sem hafði einkennst af miklum veikindum þar sem ég fékk einkerningssótt og var með mikla heimþrá. Loksins fékk ég að fara heim en dvölin enntist þó bara í einn sólarhring þar sem ég þurfti að fljúga beint til Svíþjóðar. Þar var ég sett í sóttkví og þurfti að fresta aðgerðinni vegna veikinda og komst ekkert út til að skoða Svíþjóð þar sem ég þurfti að ná fullum bata. Aðgerðin tók u.þ.b sex klukkustundir og gekk sem betur fer vel. Ég var í viku á spítalanum í stöðugu eftirliti og fékk loks að fljúga heim eftir 3ja vikna dvöl í Svíþjóð. Núna er ég næstum búin að ná fullum bata og langar mikið að fá tækifæri til þess að upplifa Svíþjóð á skemmtilegri hátt þar sem Gautaborg er mjög falleg borg sem mig langar að skoða og njóta þess að vera á þeim stað sem gaf mér tækifæri á lengra lífi.

Bóka flug
Atkvæði 
previousnext