Ferðaminningaleiknum er lokið

Icelandair þakkar þátttökuna og allar þær skemmtilegu ferðaminningar sem bárust. Hér á síðunni má sjá allar ferðaminningarnar og einnig þær sem hlutu vinning.

 
Amsterdam
 
Amsterdam

Umsögn frá:
Sigríður Jóna Hannesdóttir

Uppáhaldsborg:
Amsterdam

Ferðaminning mín:
Hæhæ Icelandair! Borg ástarinnar Þessi mynd er tekin af okkur í dýragarði í Hollandi í Oktorber 2011. Mig langar ótrúlega mikið að komast til Amsterdam. Kærastinn minn býr í Hollandi og það væri mikill munur að borga ekki flugmiðann í eitt sinn (eða: svona einu sinni). Amsterdam er svo skemmtileg borg; kaffihúsin toppa allt. allar brýr mynda skemmtilega stemningu, og það merkilega er að landið er undir sjávarmáli. Ég fór seinast til Hollands í október. Það var mjög gaman, við náðum að skoða mikið í Amsterdam, rölta um í bæjarlífinu í Utrecht og hjóla um allt. Já, þessir Hollendingar eru ekki með neina björgunarhringi á sér eins og við Íslendingar! Sama hvað þeir borða mikið brauð þá fitnar þessi þjóð ekki! Eitt gott kvöld fórum við í göngutúr í Houten. Það voru endalausar stjörnur á himninum, fuglarnir að skríða í hreiðrin sín, enginn vindur, engin rigning, bara stöðuvatn, stjörnur og rómantík. Göngutúrarnir á kvöldin toppuðu allt, stjörnurnar á himninum og allt dimmt :) Stefnan er svo að hlaupa 10 km í Jaarbeurs maraþon í Hollandi 9. apríl og það væri frábært að fá frítt flug! Pick me pick me!

Bóka flug
Atkvæði 
previousnext