Ferðaminningaleiknum er lokið

Icelandair þakkar þátttökuna og allar þær skemmtilegu ferðaminningar sem bárust. Hér á síðunni má sjá allar ferðaminningarnar og einnig þær sem hlutu vinning.

 
New York
 
New York

Umsögn frá:
Aðalbjörn Þorgeir Valsson

Uppáhaldsborg:
New York

Ferðaminning mín:
ég fór skemmti/viðskiptaferð 10. sept 2001, leiðinni varð haldið til wilmington norður-karolinu, til að byrja með og var svo meiningin að taka nokkra daga í New york. þessi ferð varð að martröð!! við lentum á stansted flugvelli snemma dags og áttum svo flug frá Kennedy flugvelli til Raleigh Durham seinni partinn.. í leigubílnum á leiðinni á Kennedy segir Leigubílstjórinn okkur að það sé svo vond spá að við mundum líklega ekkert fljúga þennan daginn.. við urðum soldið stressaðir því við áttum að mæta á fund daginn eftir.. við sátum á flugvellinum í nokkra tíma og ákvað ég rétt fyrir miðnætti að hringja í mömmu og láta hana vita að við mundum líklega gista í New york þessa nótt, fara að skoða okkur um í New york fyrir hádegi og fljúga svo um 12 að hádegi til Raleigh. en um miðnætti var okkur tilkynnt að við ættum að drífa okkur út í vél því að það hafði rofið til. þegar til Raleigh var komið leigðum við bíl því við ætluðum til Wilmington norður Karolinu. svona stutt sagt frá keyrðum við á Elg eða eitthvað svoleiðis dýr og eyðilögðum næstum bílinn sem við leigðum ( sem betur fer tryggðum við okkur ). þegar við komumst loksins á hótelið í wilmington hvíldum við okkur stutta stund og fengum okkur svo morgun mat í mötuneitinu. allt í einu fór ég að pæla í því að það voru allir hálf grenjandi þarna í kringum mig.. mér varð litið á sjónvarpið sem var þarna í salnum og sá þá að world trade center var í ljósum logum eða eitthvað svoleiðis, stuttu seinna kom seinni vélin.. úfff þetta var martröð.. ég ætla ekkert að hafa þetta lengra. en við alla vega fengum aldrei að njóta New york og hef ég alltaf verið soldið svekktur vegna þessa. vona bara í framtíðinni að ég fái að skoða borgina sem aldrei sefur með unnustu minni..

Bóka flug
Atkvæði 
previousnext