Við erum öll í sama liði

Icelandair er stolt af því að styrkja og styðja við alþjóðlegt íþróttalíf með sinni starfsemi. Hér er stutt samantekt um nokkrar af þeim fjölbreyttu íþróttagreinum sem Icelandair styður við með einum eða öðrum hætti.

Knattspyrna

Íslensk knattspyrna er í stöðugri sókn og stendur nú framar í alþjóðlegum samanburði en nokkru sinni. Landslið kvenna og karla, jafnt þau yngri sem eldri, hafa náð árangri sem vakið hefur mikla athygli í heimi fótboltans. Kvennalandsliðið hefur komist alla leið í lokakeppni stórmóts og þær hafa fest sig í sessi í baráttunni meðal þeirra bestu. Strákarnir náðu svo á þessu ári þeim einstæða árangri að komast í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Rússlandi í sumar. Um sögulegt afrek er að ræða því aldrei áður í sögu fótboltans hefur svo fámenn þjóð náð með karlalandslið sitt inn á heimsmeistaramót. Icelandair, sem hefur átt langt og farsælt samstarf við KSÍ, er aðalstyrktaraðili landsliðsins og flýgur stolt með strákana okkar á HM 2018 í Rússlandi. Áfram Ísland!

Handknattleikur

Handboltinn er oft kallaður þjóðaríþrótt Íslendinga, enda fer saman mikill og almennur áhugi og góður alþjóðlegur árangur. Landslið karla hefur verið í fremstu röð um langt skeið og margoft tekið þátt í lokakeppnum EM og HM auk Ólympíuleika. Stærsta afrek í íþróttasögu Íslendinga er að flestra mati silfurverðlaun í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Handbolti kvenna á sér einnig mikla hefð á Íslandi og stelpurnar hafa stöðugt sótt í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi. Strákarnir og stelpurnar okkar, eins og landsliðin eru gjarnan kölluð, hafa löngum reitt sig á stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Icelandair hefur ávallt reynst öflugur bakhjarl og samstarf við HSÍ á sér áratuga langa sögu. Við hlökkum öll til að sjá íslenskt handboltafólk vinna glæsta sigra á komandi árum.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) eru æðsti aðili, heildarsamtök og regnhlíf allrar frjálsrar íþróttastarfsemi á Íslandi. Innan ÍSÍ eru héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd. ÍSÍ sér um stjórnsýslu og skipulag vegna þátttöku íslenskra íþróttamanna á Ólympíuleikum, Smáþjóðaleikunum og öðrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum á erlendri grundu. Icelandair hefur lengi stutt dyggilega við starfsemi ÍSÍ og er einn fjögurra styrktaraðila sem saman mynda svokallaða Ólympíufjölskyldu.

Við erum öll í sama liði

Golfsamband Íslands (GSÍ)

Golf nýtur mikilla og sívaxandi vinsælda á Íslandi og íslenskir kylfingar fara eins og fuglinn fljúgandi um allan heim. Icelandair hefur lengi átt framúrskarandi samstarf við Golfsambandið og verið traustur bakhjarl þess í gegnum tíðina. Íslenskir golfleikarar hafa bæði flogið með Icelandair og borið merki félagsins á keppnisfatnaði sínum á mótum erlendis. Icelandair hefur lagt mikið kapp á að bjóða þjónustu sem golfspilarar sækjast eftir og klúbburinn Icelandic Golfers og vinsældir hans eru til marks um hvað þær áherslur hafa fallið í góðan jarðveg. Með samstarfi við Golfsambandið förum við tvær holur í einu höggi.

Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF)

Íþróttasamband fatlaðra fer með málefni sem varða fatlaða íþróttaiðkendur á Íslandi. Sambandið er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og hefur umsjón með þátttöku Íslands í Paralympics, Special Olympics og öðrum alþjóðlegum viðburðum fyrir fatlaða íþróttamenn. Íslendingar hafa alveg frá upphafi þátttöku sinnar á þessum mótum átt mikið afreksfólk í fjölmörgum keppnisgreinum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og bókstaflega sópað til sín verðlaunum. Icelandair hefur undanfarin 25 ár verið dyggur styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra og er nú einn af fimm helstu stuðningsaðilum þess. Við erum stolt af því að geta stutt íþróttastarf fatlaðra á Íslandi.

Körfuknattleikur

Vinsældir körfuboltans á Íslandi fara stöðugt vaxandi en hann á sér jafnframt langa sögu. Grunnurinn að þessum árangri liggur í því öfluga barna- og unglingastarfi sem fram fer í fjölmörgum íþróttafélögum víða um land sem leggja áherslu á körfubolta beggja kynja. Það hefur stundum verið sagt að vagga körfuboltans á Íslandi sé á Suðurnesjum og sá rótgróni áhugi eigi sínar rætur uppi á Keflavíkurflugvelli þar sem einmitt Icelandair er með megnið af sinni starfsemi og umsvifum í dag.

Við erum öll í sama liði
Spila myndband

Við erum öll í sama liði

Pakkaferðir