ÍSLAND LÝKUR KEPPNI Á EM 2016

Ísland hefur nú lokið keppni á EM 2016 í Frakklandi eftir frábæra frammistöðu. Strákarnir okkar náðu alla leið í fjórðungsúrslit en biðu þar lægri hlut fyrir sjálfum gestgjöfunum, Frakklandi. Allir hafa staðið sig frábærlega, bæði leikmenn og starfsfólk liðsins og stuðningsmennirnir sem fylktu liði að baki þeim. Við erum stolt af þessum árangri og hlökkum til að fljúga með þeim til frekari afreka í framtíðinni.

Icelandair er einn af aðalstyrktaraðilum íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur verið það síðan 1946. Það ár var flogið með karlalandsliðið til Skotlands þar sem þeir tóku þátt í leikjaröð sem jafnan er talin til fyrstu eiginlegu landsleikja liðsins á erlendri grund. Það er okkur mikill heiður að hafa verið íslenska landsliðinu samferða á þessari för þess inn í sögubækurnar. Áfram Ísland!

Leikir íslenska landsliðsins á EM 2016

Úrslit úr leik Íslands og Frakklands í fjórðungsúrslitum

Ísland - Frakkland

Sun 3. júlí

á Stade de France

leikvanginum í París

Úrslit: 2 - 5

Úrslit úr leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum

Ísland - England

Mán 27. júní

á Stade de Nice

leikvanginum í Nice

Úrslit: 2 - 1

Úrslit íslenska liðsins í riðlakeppni

Ísland - Austurríki

Mið 22. júní

á Stade de France

leikvanginum í Saint-Denis

Úrslit: 2 - 1

Ísland - Ungverjaland

Lau 18. júní

á Stade Vélodrome

leikvanginum í Marseille

Úrslit: 1 - 1

Ísland - Portúgal

Þri 14. júní

á Geoffroy-Guichard

leikvanginum í Saint-Etienne

Úrslit: 1 - 1

Spila myndband

Áfram Ísland!

Leikmannahópurinn

Nr Nafn Fæddur Tímabil Leikir Mörk Lið
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2016 38 Bodö/Glimt
12 Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2016 11 Hammarby
13 Ingvar Jónsson 1989 2014-2016 5 Sandefjord
2 Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2016 62 1 Hammarby
6 Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2016 61 2 FK Krasnodar
14 Kári Árnason 1982 2005-2016 52 2 Malmö FF
23 Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2016 43 OB
3 Haukur Heiðar Hauksson 1991 2015-2016 7 AIK
5 Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2016 8 2 KSC Lokeren
19 Hörður Björgvin Magnússon 1993 2014-2016 5 AS Cesena
4 Hjörtur Hermannsson 1995 2016 3 IFK Gautaborg
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2016 64 2 Cardiff City FC
20 Emil Hallfreðsson 1984 2005-2016 55 1 Udinese Calcio
8 Birkir Bjarnason 1988 2010-2016 52 8 FC Basel
7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 2008-2016 52 5 Charlton Athletic FC
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2016 44 14 Swansea City FC
18 Theódór Elmar Bjarnason 1987 2007-2016 30 AGF
16 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 2012-2016 11 1 GIF Sundsvall
21 Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2016 9 4 IFK Norrköping
22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 1996-2016 88 26 Molde
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 2010-2016 44 22 FC Nantes
11 Alfreð Finnbogason 1989 2010-2016 37 8 FC Augsburg
15 Jón Daði Böðvarsson 1992 2012-2016 26 2 FC Kaiserslautern

Og svo þjálfararnir þrír:
Lars Lagerbäck
Heimir Hallgrímsson
Guðmundur Hreiðarsson