Þátttöku stelpnanna okkar á EM er lokið en baráttunni lýkur aldrei. Þær munu snúa aftur til leiks enn sterkari en áður – eins og þeim einum er lagið – og við hlökkum strax til að fylgja þeim í næstu orrustu.

Við viljum þakka öllum sem sendu liðinu baráttukveðju á vefnum okkar.

Ásdís Hjálmsdóttir

Spjótkastari

„Þið eruð fáránlegir naglar, allar með tölu.“

Gummi Ben

Íþróttafréttamaður

„Ég er það spenntur fyrir EM að ég er mættur til Hollands!“

Gunnar Nelson

Bardagamaður

„Ef þið hafið trú á sjálfum ykkur, þá getið þið sigrað hvern sem er.“

Hannes Halldórsson

Landsliðsmarkvörður

„Upp með sokkana, keyrið þetta í gang – áfram Ísland!“

Haukur Harðarson

Íþróttafréttamaður

„Ég er stoltur af því að fá að lýsa leikjunum ykkar!“

Helena Sverrisdóttir

Körfuboltakona

„Körfuboltalandsliðið sendir ykkur baráttukveðjur til Hollands!“

Hjálmar Örn

Pabbi og meistari

„Var að eignast strák, sú fyrsta sem skorar mark á EM – hann verður skírður eftir henni.“

Herra Hnetusmjör

Rappari

„Gangi ykkur vel stelpur – lets get it!“

Katla Njálsdóttir

Leikkona

„Keppni og knattspyrna eru bæði kvenkynsorð sem þýðir einfaldlega að þið rústið þessu“

Nína Dögg

Leikkona

„Nú bara berjumst við og berjumst og berjumst – áfram stelpur!“

Óli Stef

Handboltamaður

„Já, fókus og að njóta og bara allt þetta – vera bara stoltur, bara áfram og rúlla yfir þetta.“

Sonja Rut

Söngkona

„Þetta verður algjör snilld, þið eruð mestu hörkutól sem ég veit um – áfram Ísland!“

#óstöðvandi

         Hér má sjá allar baráttukveðjurnar sem hafa verið merktar með #óstöðvandi á Instagram & Twitter. Láttu ekki þína kveðju vanta!